Ráðstefna um sameiginlegar/tvöfaldar háskólagráður í Evrópu

Umsóknarfrestur til og með 30. september 2025

 

Heiti viðburðar: Joint and Double Programmes in Europe

Fyrir:

· Stjórnendur háskóla (til dæmis rektorar, aðstoðarrektorar, sviðsforsetar, deildarforsetar)

· Akademískt starfsfólk sem tekur þátt í námskrárgerð eða tekur þátt í alþjóðlegum verkefnum þar sem kennt er í fleiru en einu landi

· Alþjóðafulltrúar og starfsmenn háskóla sem sjá um stúdenta- og starfsmannaskipti, sameiginlegar/tvöfaldar námsbrautir og alþjóðasamstarf milli stofnana;

· Rannsakendur og sérfræðingar sem sérhæfa sig í alþjóðavæðingu, gæðamálum, lagaramma og nýsköpun á háskólastigi

· Fyrrum nemendur sameiginlegra eða tvöfaldra námsbrauta sem eru tilbúnir til að deila reynslu sinni og skoðun

Tungumál: Enska

Hvar: Łódź, Póllandi

Hvenær: 25-27. nóvember 2025

Umsóknarfrestur: Til og með 30. september 2025

Sótt er um á heimasíðu Salto

Nánari upplýsingar um þema og markmið má finna á heimasíðu Salto

Fjöldi þátttakenda frá Íslandi: 1

Landskrifstofa Erasmus+ greiðir fyrir þátttöku og gistinætur á meðan námskeiðinu stendur. Landsskrifstofan veitir að auki 90% styrk vegna ferðakostnaðar, en í því felast ferðir til og frá flugvöllum, sem og auka gistinætur sem þátttakendur þurfa hugsanlega að taka vegna fjarlægðar sinnar frá fundarstað, bæði innanlands og utan.

Fyrirspurnum svarar Sólveig Sigurðardóttir: solveig@rannis.is








Þetta vefsvæði byggir á Eplica