Skýrslan er á ensku og er liður í mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á því hvernig tekist hefur til um framkvæmd styrkjaáætlunar ESB Erasmus+. Sambærilegar skýrslur voru gerðar í öllum ríkjum þar sem Erasmus+ áætlunin er starfrækt.
Evrópskt og norrænt samstarf er umfangsmikið í starfsemi Rannís sem er helsta þjónustustofnun á Íslandi á þessu sviði. Skýrslan geymir upplýsingar um árangur Íslands í þeim þremur áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með: Horizon 2020, Creative Europa og Erasmus+.
Í þessari skýrslu eru borin saman gögn frá Norðurlöndunum til að gefa yfirlit yfir nokkra þætti alþjóðlegra starfsemi stofnananna, og einnig til að varpa ljósi á þróun ákveðinna þátta á landsvísu.
Markmiðið með verkefninu var einnig að hjálpa norrænum stofnunum við að útskýra hlutverk alþjóðlegrar samvinnu í tengslum við evrópska áætlun um framþróun æðri menntunar (European Modernisation Agenda for Higher Education).
Skýrslan var unnin í samstarfi Landsskrifstofua fyrir Erasmus+ á Norðurlöndunum fimm: Finnlandi, Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð.
Verkefni sem stýrt var af íslensku Landskrifstofunni í samstarfi við Landskrifstofur Svíþjóðar og Noregs.
Ný færni fyrir ný störf
Landskrifstofa menntaáætlunar leiddi fjölþjóðlegt verkefni ,,New Skills Network“, þematengt samstarfsnet sem styrkt var af Evrópusambandinu á árunum 2010 – 2012. Í samstarfinu tóku þátt 15 Landskrifstofur Menntaáætlunar Evrópusambandsins, í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Ungverjalandi, Ítalíu, Litháen, Hollandi, Noregi, Póllandi, Svíþjóð og Slóvakíu.
Hér eru helstu tillögur verkefnisins, en á vegum verkefnisins voru einnig haldnar 5 fjölþjóðlegar ráðstefnur.
Nánari upplýsingar veitir Margrét K. Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Rannís og verkefnisstjóri New Skills Network.