Útgáfur og skýrslur

Skýrsla um mat og framvæmd og áhrifum Erasmus+ á Íslandi

Skýrslan er á ensku og er liður í mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á því hvernig tekist hefur til um framkvæmd styrkjaáætlunar ESB Erasmus+. Sambærilegar skýrslur voru gerðar í öllum ríkjum þar sem Erasmus+ áætlunin er starfrækt.

Skýrsla um árangur Íslands í alþjóðlegu samstarfi

Evrópskt og norrænt samstarf er umfangsmikið í starfsemi Rannís sem er helsta þjónustustofnun á Íslandi á þessu sviði. Skýrslan geymir upplýsingar um árangur Íslands í þeim þremur áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með: Horizon 2020, Creative Europa og Erasmus+. 

Framkvæmt stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum: Tillögur um aðgerðir

Skýrsla gefin út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þann 14. nóvember 2014.

Erasmus+ á háskólastigi - norræn úttekt (á ensku).

Í þessari skýrslu eru borin saman gögn frá Norðurlöndunum til að gefa yfirlit yfir nokkra þætti alþjóðlegra starfsemi stofnananna, og einnig til að varpa ljósi á þróun ákveðinna þátta á landsvísu.

Markmiðið með verkefninu var einnig að hjálpa norrænum stofnunum við að  útskýra hlutverk alþjóðlegrar samvinnu í tengslum við evrópska áætlun um framþróun æðri menntunar (European Modernisation Agenda for Higher Education).

Skýrslan var unnin í samstarfi Landsskrifstofua fyrir Erasmus+  á Norðurlöndunum fimm:  Finnlandi, Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Skýrsla um þjálfun matsmanna í Erasmus+(á ensku)

Verkefni sem stýrt var af íslensku Landskrifstofunni í samstarfi við Landskrifstofur Svíþjóðar og Noregs.

Fjölþjóðlegt verkefni New Skills Network

Ný færni fyrir ný störf

Landskrifstofa menntaáætlunar leiddi fjölþjóðlegt verkefni ,,New Skills Network“,  þematengt samstarfsnet sem styrkt var af Evrópusambandinu á árunum 2010 – 2012. Í samstarfinu tóku þátt 15 Landskrifstofur Menntaáætlunar Evrópusambandsins, í Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Ungverjalandi,  Ítalíu, Litháen, Hollandi, Noregi, Póllandi, Svíþjóð og Slóvakíu. 

Hér eru helstu tillögur verkefnisins, en á vegum verkefnisins voru einnig haldnar 5 fjölþjóðlegar ráðstefnur.

Nánari upplýsingar veitir Margrét K. Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Rannís og verkefnisstjóri New Skills Network.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica