Umsóknarfrestir

Framkvæmdastjórn ESB hefur birt umsóknarfrestir fyrir árið 2019 ásamt Erasmus+ handbókinni.

Framkvæmdastjórn ESB auglýsir eftir umsóknum í Erasmus+ áætlunina á hverju ári - í auglýsingunni er útlistaðar fyrir hvernig verkefni er hægt að sækja um styrk, hverjir geta sótt um styrk og hámarksupphæðir styrkja. 

Hér fyrir neðan eru umsóknarfrestir árið 2019 fyrir þau verkefni sem sótt er um beint til Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi

*umsóknarfrestur til 5. febrúar var framlengdur til 12. febrúar 2019.
Styrkjaflokkur  Svið /skólastig  Umsóknarfrestur 
Flokkur 1. Nám og þjálfun Skólar, starfsmenntun, háskólar, fullorðinsfræðsla 12. febrúar* 2019, kl. 11:00 að íslenskum tíma
   Æskulýðsstarf 12. febrúar* 2019, kl. 11:00 að íslenskum tíma
30. apríl 2019, kl. 10:00 að íslenskum tíma
1. október 2019, kl. 10:00 að íslenskum tíma
Flokkur 2. Samstarfsverkefni Skólar, starfsmenntun, háskólar, fullorðinsfræðsla og samstarfsverkefni þvert á svið

Æskuýðsstarf.
ATH. Aðeins er tekið á móti umsóknum um nýsköpun í æskulýðsstarfi í umsóknarfresti 30. apríl
21. mars 2019, kl. 11:00 að íslenskum tíma
12. febrúar* 2019, kl. 11:00 að íslenskum tíma
30. apríl 2019, kl. 10:00 að íslenskum tíma
1. október 2019, kl. 10:00 að íslenskum tíma
Flokkur 3. Stuðningur við stefnumótun Æskulýðsstarf - Fundir ungs fólks og ráðamanna 12. febrúar* 2019, kl. 11:00 að íslenskum tíma
30. apríl 2019, kl. 10:00 að íslenskum tíma
1. október 2019, kl. 10:00 að íslenskum tíma

Umsóknir miðstýrðra verkefna

Með miðstýrðum verkefnum er átt við að stofnanir sækja um til „Brussel“ í gegnum Education, Audiovisual and Culture Executive Agency (EACEA)  sem annast umsýslu þessa hluta Erasmus+ fyrir hönd framkvæmdastjórnar ESB. Hér er um að ræða miðstýrð samstarfsverkefni annars vegar og hins vegar stuðning við stefnumótun.

Frekari upplýsingar um Stuðning við stefnumótun (Support for policy reform)  og opna umsóknarfresti  er hægt að nálgast á vef EACEA .    

Landskrifstofan veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir fremsta megni en öll formleg samskipti vegna þessara verkefna eru við EACEA.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica