Flokkur 2: Samstarfsverkefni

Stofnanir, sveitarfélög og samtök sem sinna menntun á öllum skólastigum og æskulýðsstarfi geta sótt um að vinna allt að þriggja ára stefnumiðuð samstarfsverkefni með samstarfsaðilum í að minnsta kosti tveimur til þremur öðrum þátttökulöndum (einungis tvö lönd fyrir skólasamstarf og í æskulýðsstarfi). Verkefni geta sótt um styrkt fyrir allt að 150.000 evrur á ári. Flest samstarfsverkefnanna eru dreifstýrð þannig að sótt er um styrk í einhverju af þátttökulöndum Erasmus+.

Stefnumiðuð samstarfsverkefni - sótt um beint til landskrifstofu


Erasmus+; Menntun 

Landskrifstofa Erasmus+ fyrir menntunarhlutann er Rannís.

Samstarfsverkefnum er ætlað að styðja við nútímavæðingu evrópsks menntakerfis, innleiða stefnu um nám alla ævi, vinna að nýsköpun og stuðla að aukinni atvinnuþátttöku til að tryggja efnahagslegan vöxt í Evrópu samanber áherslur Evrópusambandsins (ESB) ( sjá nánar Europe 2020 og Education & Training 2020). Verkefnum sem styrkt verða geta snúið að þróun eða innleiðingu nýrra aðferða, nýjar námsleiðir eða þróun hæfni og færni þeirra sem starfa við menntun, s.s. með þróun samstarfs í kennslu milli landa og sameiginlegra námskeiða nemenda og kennara.
Umsóknarfrestur í þennan flokk er einu sinni á ári


Erasmus+; Æskulýðsstarf

Samstarfsverkefnin snúast um að stofnanir, samtök eða óformlegir hópar ungs fólks vinni saman þvert á landamæri til þess að ná settum markmiðum.
Miðstýrð samstarfsverkefni - sótt um til Brussel


Erasmus+ styður stærri samstarfsverkefni sem hafa sértækari markmið:  Samstarf atvinnulífs og skóla ( Sector Skills Alliances), sem snýr að þróun nýrra námsleiða eða aðferða við kennslu og þjálfun í ákveðnum starfsgreinum. Samstarf háskóla og atvinnulífs ( Knowledge Alliances) sem lýtur að þróun námsleiða, námskráa o.s.frv. Samstarf við háskóla utan Evrópu ( Capacity Bulding) sem miðar að því að styrkja háskólastigið í samstarfslandinu.  Umsóknum skal skilað inn miðlægt til Brussel fyrir umsóknarfrest.

Í verkefni sem sótt er beint um til Brussel eru ýmsir umsóknarfrestir á fyrri hluta ársins. Hægt er að skoða þá umsóknarfresti á  heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar.

Starfsfólk Rannís og Evrópa unga fólksins eru landstengiliðir fyrir þennan flokk verkefna og veita upplýsingar um þau.


Samstarfsverkefni á sviði íþrótta - sótt um til Brussel


Íþróttafélög, landsambönd, sveitarfélög og aðrir hagsmunaaðilar geta sótt um styrki til að vinna samstarfsverkefni á sviði íþrótta. Einkum er horft til að styðja stór verkefni á sviði lýðheilsumála og ýmis grasrótarverkefni, s.s. til að berjast gegn mismunun, tryggja jafnt aðgengi kynja að íþróttastarfi og ólöglegri lyfjanotkun. Eingöngu verkefni í áhugamennsku eru styrkt en ekki fastir íþróttaviðburðir. 

Íþróttahlutanum er stýrt miðlægt frá framkvæmdaskrifstofu ESB í Brussel og sótt er rafrænt um beint til framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Hægt er að fá frekari upplýsingar um styrki og umsóknarfresti innan Erasmus+ til íþróttamála á  heimasíðu framkvæmdarstjórnar fyrir íþróttahlutann.

Rannís er landstengiliður fyrir íþróttahlutann

Andrés Pétursson, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði veitir frekari upplýsingar. 

Nánar
Þetta vefsvæði byggir á Eplica