Flokkur 1: Nám og þjálfun

Stofnanir sem sinna menntun og æskulýðsstarfi geta sótt um ferða-, uppihalds- og námsstyrki fyrir nemendur og starfsfólk til að sinna námi, starfsnámi eða starfsþjálfun í einu af þátttökulöndum Erasmus+.

Styrkir til náms og þjálfunar


Tækifæri í menntahlutanum eftir skólastigum:


Tækifæri í æskulýðshlutanum


Styrkir til náms og þjálfunar taka til eftirfarandi hópa:

  • Nemendur í starfsmenntun og á háskólastigi (nám og starfsnám á vinnustað).
  • Starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla, stofnana og fyrirtækja til kennslustarfa eða starfsþjálfunar
  • Hópar ungmenna í ungmennaskiptum, 17-30 ára ungmenni í langtímasjálfboðaliðastarf.
  • Starfsfólk og sjálfboðaliðar í æskulýðsgeiranum.

Náms- og þjálfunarferðir fela í sér tækifæri fyrir einstaklinga til þess að auka við færni sína og hæfni, auka við möguleika sína á vinnumarkaði og til þess að öðlast menningarlega víðsýni.

Stofnanir geta sótt styrki í þennan flokk til þess að senda starfsfólk og nemendur í náms- og þjálfunarferðir.

Styrkþegar fá tækifæri til þess að dvelja í ákveðinn tíma í öðru þátttökulandi, öðlast ómetanlega lífreynslu,  nema og starfa með það að markmiði að opna fyrir fleiri möguleika í framtíðinni.

Náms- og þjálfunarferðir ná yfir háskóla, starfsmenntun, leik-, grunn- og framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og æskulýðsstarf. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því  að markhópar og tækifæri eru ólík á milli skólastiga.

Náms- og þjálfunarferðir er stærsta áætlunin innan Erasmus+, en  63% fjármagni áætlunarinnar fer í hana.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica