Hér er hægt að nálgast þau gögn er verkefnisstjórar þurfa á að halda við framkvæmd Erasmus+ verkefna. Vinsamlegast athugið að gögnin eru mismunandi eftir því hvaða ár samningar voru undirritaðir milli styrkþega og Landskrifstofu.
Hér fyrir neðan getur þú fundið viðauka við samninga sem nauðsynleg eru fyrir verkefnisstjóra Erasmus+ verkefna í æskulýðsstarfi.
Ártalið gefur til kynna árið sem samningur við verkefnið var undirritaður.
Í Mobility Tool skal skrá þátttakendur og ferðir og skoða vel skiptingu fjármagns eftir því sem við á. Lokaskýrslu verkefnisins er svo skilað í gegnum Mobility Tool.
Tæki til að staðfesta þátttöku og meta lærdómsreynslu í Erasmus+ æskulýðsverkefnum heitir Youthpass. Allir einstaklingar sem taka þátt í styrkjaflokki Nám og þjálfun og Fundi ungs fólks og ráðamanna eiga rétt á að fá Youthpass. Youthpass er gefinn út af þeim sem skipuleggja verkefnið en byggir á sama formi sem SALTO-Youth hefur þróað.
Skipuleggja þarf aðgerðir til að tryggja nýtingu niðurstaðna á meðan á verkefni stendur og eftir að því lýkur nýta til þess ýmsa miðla, bæði prent- og rafræna. Einnig þarf að að hafa í huga að uppfylla ákveðin formsatriði skv. samningi verkefna t.d. hvað varðar skráningu verkefnis í verkefnabanka Erasmus+ , um notkun Erasmus+ merkisins ásamt fyrirvaratextum á öllu kynningarefni sem og höfundarétti.
Starfsfólk Landskrifstofu Erasmus + er ávallt boðið og búið að veita hjálp við umsýslu verkefna. Betra er að leita aðstoðar fyrr en seinna, svo auðveldara sá að leysa úr málum. Ennig er mjög mikilvægt að hafa samband við Landskrifstofu ef það kemur í ljós að ekki sé hægt að nýta allan styrkinn svo hægt sé þá að úthluta þeim fjármunum aftur.