Gögn fyrir verkefnisstjóra

Stjórn verkefna í Erasmus+

Að mörgu er að hyggja og mikilvægt strax í byrjun að halda vel utan um alla pappíra og gögn til að auðvelda vinnuna á meðan á verkefni stendur og þegar komið er að því að skila lokaskýrslu. 

Starfsfólk landskrifstofu er boðið og búið að aðstoða verkefnisstjóra hvenær sem er meðan á verkefni stendur við að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma við umsýslu verkefna.

Námskeið fyrir verk­efnis­stjóra og við­aukar við samninga

Landskrifstofa heldur námskeið fyrir verkefnisstjóra til að koma þeim af stað í verkefnavinnunni. Námskeiðin eru haldin í byrjun skólaárs og í kjölfar afhendingar á samningum fyrir verkefni.  Upplýsingar um þessi námskeið eru send til verkefnisstjóra og auglýst á vef Erasmus+.

Upplýsingar um viðauka er hægt að finna í samningi milli Landskrifstofu og styrkþega. Þessi fylgigögn og eyðublöð snúa að samningum milli stofnana (styrkþega) og þátttakenda í Erasmus+ verkefnum. Sem dæmi má nefna: Styrkupphæðir, gæðaviðmið og samkomulag um þjálfun. 

Gögn námskeiðanna ásamt viðaukum og fylgiskjölum eru aðgengileg verkefnisstjórum hér á vefnum flokkuð eftir skólastigum. Vinsamlegast athugið að gögnin eru mismunandi eftir skólastigum, flokkum og því hvaða ár samningar voru undirritaðir milli styrkþega og Landskrifstofu.

Erasmus+ aðild

Gögn umsóknarfrests Erasmus+ aðildar eru hluti af samkomulagi um aðild.

Lesa meira

Handbækur og stuðningsefni fyrir verkefnisstjóra

Verkefnisstjórar eru hvattir til að kynna sér vel handbækur og stuðningsefni.

Lesa meira

Mobility Tool

Mobility Tool+ er umsýslukerfi fyrir verkefni sem hlotið hafa styrk í Erasmus+. Kerfið er notað fyrir allar tegundir verkefna. 

Lesa meira

Merki Erasmus+

Öll verkefni sem styrkt eru af Erasmus+, eiga að nota merki áætlunarinnar ásamt viðeigandi fyrirvaratextum.

Lesa meira

Höfundarréttur

Styrkþegum ber að tryggja að Landskrifstofa og/eða Framkvæmdastjórn ESB eigi rétt á að nýta eignarétt/höfundarétt á afurðum verkefna. 

Lesa meira

Erasmus+ verkefnabankinn

Verkefnisstjórum ber að skrá upplýsingar um verkefni og afurði í Erasmus+ verkefnabankann

200x278_Banner_E-PRP

Lesa meira

Frekari hjálp

Starfsfólk Landskrifstofu er ávallt boðið og búið að veita hjálp við umsýslu verkefna. Betra er að leita aðstoðar fyrr en seinna, svo auðveldara sá að leysa úr málum. Ennig er mjög mikilvægt að hafa samband við Landskrifstofu ef það kemur í ljós að ekki sé hægt að nýta allan styrkinn svo hægt sé þá að úthluta þeim fjármunum aftur.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica