Yfirsýn yfir hæfniþörf í nútíð og framtíð: Nýr gagnvirkur vefur Cedefop

3.12.2015

  • Skjámynd af Panorama vefsíðunni

Miðstöð ESB um þróun starfsmenntunnar, Cedefop, opnaði þann 1. desember nýjan vef um starfsmennamál sem hlotið hefur nafnið Skills Panorama. Þar er að finna geysilegt magn upplýsinga um hæfniþörf í Evrópu bæði í nútíð og framtíð studd hvers konar gögnum og skýringarmyndum.

Öll grafíkin er einstaklega létt og þægilegt og hægt er að fá sýringarmyndir sem henta veæ bæði í skýrslur og glærukynningar. Hægt er að leita leita eftir ákveðnum þemum, löndum, geirum atvinnulífsins eða ýmsum vísum. Þá er hægt að leita að fréttum og viðburðum og lærðum greinum um ýmislegt sem tengist starfsmenntun.

Vefurinn er enn sem komið er eingöngu byggður utan um upplýsingar frá löndum innan Evrópusambandsins en vonir standa til að öðrum löndum, þar á meðan Íslandi, verði bætt við er fram líða stundir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica