Taktu þátt í að móta framtíð Erasmus+

2.3.2017

Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að framtíðar stefnumótun Erasmus+ og óskar eftir þátttöku almennings í könnun, sér í lagi ungs fólks, nemenda, kennara, starfsmanna félagsmiðstöðva og íþróttafélaga, stofnana, vinnuveitenda og annarra sem hafa hagsmuna að gæta.

Könnunin er opin frá byrjun mars til loka maí 2017, og þeir sem vilja svara eru hvattir til að gera það með því að svara spurningalista á netinu. Niðurstöður verða birtar í skýrslu síðla árs 2017. 

SVARA SPURNINGARLISTA

Þetta vefsvæði byggir á Eplica