Skrifað undir samninga við 13 skóla upp á tæpar 50 milljónir króna

8.10.2015

  • Mynd af verkefnisstjórum
    Stoltir verkefnisstjórar við undirritun samninga ásamt Andrési Péturssyni, verkefnisstjóra skólahluta Erasmus+ og Ágústi H. Ingþórssyni, sviðstjóra Mennta- og menningarsviðs Rannís.

Það var kátt á hjalla í Borgartúninu þriðjudaginn 6. október þegar forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum mættu til að skrifa undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Styrkupphæðinni, rúmlega 300 þúsund evra var úthlutað til 13 skóla víðs vegar um land. 

Hæsti styrkurinn sem nemur 72 þúsund evrum rennur til Grandaskóla til verkefnis um náttúruvísindi og umhverfi í 1-4 bekk.

Erasmus+ samstarfsverkefni á sviði leik-grunn og framhaldsskóla eru verkefni milli tveggja eða fleiri skólastofnana til tveggja eða þriggja ára. Verkefnunum 13 sem nú hlutu styrk er stýrt frá öðru Evrópulandi en íslensku þátttökuskólarnir fá fjármagn til að standa straum af eigin þátttöku. Til viðbótar styrkti Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi 5 sams konar skólaverkefni um 332.380 þúsund evrur. Þannig fara nú 17 verkefni af stað með þátttöku íslenskra skólastofnana. Þar að auki er eitt samstarfsverkefni til viðbótar stýrt frá Íslandi og því eru Íslendingar að taka þátt í 18 samstarfsverkefnum.

Verkefnin sem hlutu styrk eru afskaplega fjölbreytt og skemmtileg. Hvað varðar þemu þá snúa nokkur að grunnfærni í læsi og stærðfræði, eitt verkefni snýr að jafnréttismálum og kynjafræði, annað að fjölmenningu, nokkur eru tengd raunvísindakennslu og vísindum og enn önnur snúa að því að hlúa að þeim sem eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Eitt verkefnanna tengist íþróttum og hvernig hægt er að nýta íþróttir til að hjálpa þeim börnum sem af ýmsum ástæðum verða utanveltu í samfélagi jafnaldra sinna. Nemendur á ólíkum aldri taka virkan þátt í mörgum verkefnum, s.s. í gegnum nemendaskipti.

Eftirtaldir aðilar hlutu styrk

Styrkþegi Nafn á verkefni Upphæð styrks €
Fjölbrautaskólinn við Ármúla Evrópska skólavefsjónvarpið / European School Web TV 22.680
Garðaskóli Frá hráefnum til fullunninnar vöru - þróun námsskrár / From raw material to final product: A contribution to the curriculum development 21.815
Hólabrekkuskóli Lífsleiðir / "WAY TO GO-paths of life" 26.130
Glerárskóli Akureyri Sameinaðir leikum við, sameinaðir sigrum við: þróun félagsfærni með íþróttum og  útiveru / United we play, united we win: Developing  social skills and inclusive education through sport and outdoor activities. 30.590
Borgarholtsskóli STEM-science and technology 23.140
Grunnskólinn a Ísafirði Ný aðferðir í kennslu stærðafræði, vísinda og tungumála til að efla læsi og draga úr brotthvarfi úr námi / Development and Implementation of Innovative Methods  of Teaching Math, Science and languages in the Multicultural European Classroom to Increase Student Literacy  and Prevent Early School Leaving 14.660
Leikskólinn Furugrund Undir sameiginlegu evrópsku þaki / Under the common sky of Europe 21.760
Blásalir Bláa plánetan - vatnið í umhverfinu / Blue planet - water around us 14.565
Rimaskóli Hækkum viðmiðin með því að deila þjóð- og goðsögum okkar / Raising standards by sharing our Myths and Legends 14.195
Brekkuskóli Læra, skapa og miðla / Learn, Create and Communicate 31.975
Grandaskóli Náttúruvísindi og umhverfið / Natural science and environment 72.011
Grunnskóli Snæfellsbæjar Heilbrigður lífstíll skapar framtíðarvon / Healthy Life Style For Hopeful Future 22.680
Hjallastefnan Hristum upp í hefðunum: gagnrýnin nálgun á kynjahlutverk í námi ungra barna / Shaking the Habitual: Norm Critical Approaches to Gender in Early Childhood Education Settings. 18.820

 Alls 13 skólar – samtals 335.021 (um 50 milljónir).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica