Rúmlega sjötíu umsóknir bárust í flokkinn Nám og þjálfun hjá Erasmus+

15.2.2016

Umsóknarfresti í flokkinn Nám og þjálfun lauk þriðjudaginn 2. febrúar 2016. Alls bárust 71 umsókn um styrk fyrir rúmlega 2,2 milljónir evra.

Þetta svipaður fjöldi umsókna og árið 2015 en upphæðin sem sótt er um í ár er ívið lægri en á fyrra ári.  Nú fer í gang vinna við að meta umsóknirnar og búast má við að niðurstaða liggi fyrir í lok apríl.  Verkefni sem hljóta styrk geta hafist 1. júní 2016.

Að þessu sinni bárust 36 umsóknir í skólaflokkinn (leik-,grunn- og framhaldsskólar),  9 umsóknir í starfsmenntahlutann, 14 í fullorðinsfræðsluhlutann, og 12 umsóknir í háskólahlutann.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica