Nýtt! Sérstök aðild að nýrri Erasmus menntaáætlun 2021-2027

6.7.2020

Umsóknarfrestur um Erasmus aðild er til 29. október 2020 

Ný Erasmus menntaáætlun 2021-2027 tekur við af þeirri áætlun sem gilt hefur frá árinu 2014. Þar verður í boði nýr möguleiki fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, starfsmenntun og fullorðinsfræðslu þar sem skólar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um aðild að áætluninni.

Aðildin snýr eingöngu að náms- og þjálfunarverkefnum (KA1 mobility) og er leið til að einfalda alþjóðastarf skóla og annarra þátttakenda.

Með Erasmus aðild er staðfest að skólinn/stofnunin/fyrirtækið sem sækir um hafi unnið vandaða áætlun um fjölþjóðlegt samstarf og náms- og þjálfunarferðir (mobility activities) sem hluta af stefnumörkun til framtíðar.

Menntastofnanir sem hafa áhuga á fjölþjóðlegu samstarfi, geta sótt um Erasmus aðild fyrir sinn skóla/stofnun/fyrirtæki eða sótt um Erasmus aðild til þess að leiða samstarfsnet (consortium). Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af Erasmus+ verkefnum (2014-2020) til að geta sótt um.

Stofnanir sem fá Erasmus aðild staðfesta, munu hafa einfaldari aðgang að styrkjamöguleikum náms- og þjálfunarverkefna í nýju menntaáætluninni 2021-2027.

Starfsmenntaskólar og -stofnanir sem þegar eru með Erasmus+ vottun geta fært vottun sína yfir í nýju áætlunina með því að sækja um Erasmus aðild. Einföld umsókn er opin fyrir vottaða aðila sem eiga möguleika á sérstakri viðurkenningu fyrir góða framkvæmd og gæði verkefna til þessa.

Sækja umsóknarform – athugið að velja rétt skólastig

Athugið að umsóknareyðublöðin eru vef-eyðublöð og það þarf EU Login aðgang til að nálgast þau.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica