Nýtt ECVET tímarit er komið út. Viðfangsefni þess er að þessu sinni er opnari og sveigjanlegri starfsmenntun

17.8.2016

ECVET (Evrópskt einingakerfi í starfsmenntun) verkefnið snýst um að opna starfsmenntakerfi milli landa þannig að nemendur geti t.d. stundað hluta af námi sínu eða starfsþjálfun í öðru landi og fengið þannig dýrmæta reynslu sem þeir ekki gætu öðlast heima fyrir.

Ein af mikilvægustu forsendum þess að starfsmenntun nái yfirburðastöðu og verði viðurkennt sem fyrsta val nemenda er að starfsmenntabrautir séu opnar og sveigjanlegar, skrifar Detlef Eckert, forstöðumaður hæfniskrifstofu vinnumálsviðs Evrópusambandsins í leiðara nýs ECVET tímarits.

Evrópusambandið vinnur nú að nýrri hæfniáætlun (New Skills Agenda), þar sem mikil áhersla verður lögð á að einstaklingar fái metna til námseininga þá þjálfun sem þeir hafa hlotið á vinnumarkaði með raunfærnimati og geti þannig stytt sér leið til aukinna starfsréttina.

Í tímaritinu er fjallað um þetta málefni frá ýmsum hliðum. Þannig skrifar Søren Kristensen um reynslu Dana af raunfærnimati, Xavier Platteau um þær aðferðir sem reynst hafa Finnum best við að búa til skýr og greinileg hæfniviðmið í starfsmenntun og Helena Slivková um aðferðafræðina sem beitt hefur verið í Tékklandi. Sagt er frá uppstokkun starfsmenntakerfisins í Lettlandi, YEBISU verkefninu í Hollandi og tillögum ESB um að öllum verði tryggt raunfærnimat við hæfi.

Lesa tímaritið

Þetta vefsvæði byggir á Eplica