Auglýst eftir sérfræðingum  á sviði starfsmenntunar

(Call for tenders for WBL experts)

26.5.2014

NetWBL er samstarfsverkefni 29 landskrifstofa ERASMUS+  um vinnustaðanám og þjálfun.

Samstarfsverkefnið er styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.  Þessu stóra samstarfsverkefni er ætlað að efla vinnustaðanám (Work Based Learning) innan starfsmenntakerfa og háskóla og að styðja við þróun á starfsnámi og vinnustaðaþjálfun (t.d. apprenticeship).

Ætlunin er að skoða lykilþætti sem tengjast vinnustaðanámi í hverju Evrópulandi og taka mið af ólíkum menntakerfum og lagaumhverfi.  Síðan á að safna saman eins konar verkfærakistu (toolkit) með því að kanna niðurstöður verkefna sem unnin voru í Menntaáætlun Evrópusambandsins á liðnum árum til að finna góðar aðferðir sem nýst geta til umbóta á næstu árum.

Leitað er að þremur sérfræðingum til að taka þátt í þessari vinnu og verður gerður samningur við þá á tímabilinu 1. júlí 2014 til 31. desember 2015.

Umsækjendur þurfa að vera sérfróðir um starfsmenntun í eigin landi og í Evrópu og gjörkunnugir vinnustaðanámi, þurfa að hafa unnið um árabil að starfsmenntun og æskilegt er að það hafi falið í sér fjölþjóðlegt samstarf.

Gerðar eru strangar kröfur um frábæra kunnáttu í talaðri og ritaðri ensku.

Nánari upplýsingar um skilyrði er að finna hér

Skriflegar fyrirspurnir má senda á netfangið:  margret.sverrisdottir(hja)rannis.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica