Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum ESB formlega staðfest

16.5.2014

Þátttaka Íslands í samstarfsáætlunum ESB til næstu sjö ára, hefur nú verið formlega staðfest. Rannís hefur umsjón með Horizon 2020 sem styrkir rannsóknir og nýsköpun, menntahluta Erasmus+ sem styrkir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar á öllum stigum og Creative Europe sem styður við kvikmyndagerð og menningu.

Með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í dag gerðist Ísland formlegur þátttakandi í nýjum samstarfsáætlunum ESB; Erasmus+, Horizon2020 og  Creative Europe. Í tilefni þess skellti Ásgerður Kjartansdóttir, sendiráðunautur í Brussel, í eitt blogg um þessar áætlanir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica