Ný handbók um fræðslu og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

20.5.2014

Út er komin á vegum ,,Starfsafls“ bókin ,,Árangursrík fræðsla og þjálfun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki“.  

Bókin er afrakstur samstarfs íslenskra, austurrískra og spænskra aðila í verkefni á vegum Leonardo hluta MenntaáætlunarEvrópusambandsins á Íslandi. Þátttakendur í verkefninu eru auk Starfsafls , Best-ráðgjöf og símenntun í Austurríki og Asier Euskadi ráðgjöf og símenntun í Bilbao á Spáni.

Aðalhöfundur bókarinnar er Árný Elíasdóttir, Attentus mannauði og ráðgjöf, en aðrir höfundar eru Sveinn Aðalsteinsson, Starfsafli, Karin Kronika BEST ráðgjöf í Austurríki og Asier Diegues á Spáni.

Bókin er sú fyrsta sem kemur út hér á landi um fræðslu og þjálfun  á vinnumarkaði.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica