Tengslaráðstefna um kennslu í frumkvöðlafræðum og skapandi  greinum

20.5.2014

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Riga í Lettlandi 10.-13. september 2014 n.k.

 Yfirskrift ráðstefnunnar er ,,Interdisciplinary approach in teaching and learning to promote learners creativity and entrepreneurship skills“ . Íslenska landskrifstofan greiðir ferðir (allt að 650 evrum), uppihald og ráðstefnugjald fyrir þrjá þátttakendur frá Íslandi.

Hægt er að sækja um með því að senda póst á erasmusplus@rannis.is.  Þar skal koma fram nafn, kennitala og reynsla umsækjanda í kennslu eða starfi með nemum. Einnig skulu umsækjendur færa rök fyrir því af hverju þeir ættu að vera valdir í þessa ferð.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2014.

Sækja dagskrárdrög

Þetta vefsvæði byggir á Eplica