Mikil áhugi á  Erasmus+ styrkjum

14.5.2014

Fyrstu umsóknarhrinu í menntahluta Erasmus + 2014-2020 er lokið. Hægt var að sækja um í tvo flokka; ,,Flokk 1 Nám og þjálfun“ og ,,Flokk 2  Samstarfsverkefni“.  Mikil sókn var í báða hluta og komu alls 79 gildar umsóknir í fyrri flokkinn ,,Nám og þjálfun“ og 22 gildar umsóknir í seinni flokkinn ,,Samstarfsverkefni“.

Alls var sótt um rúmlega 3 milljónir evra í flokk 1 og rúmlega 4,7 milljónir í flokk 2 . Samtals er því sótt um næstum því 8 milljónir evra í þessa tvo flokka – eða um 1.200 milljónir króna. Landskrifstofan hefur um 715 milljónir króna til úthlutunar fyrir þetta ár. 

Mikil og góð þátttaka var sérstaklega í skóla- og háskólahlutanum þar sem eftirspurn hefur aldrei verið meiri. Eins og gefur að skila voru einhverjir hnökrar á framkvæmd nýrrar áætlunar en í heildina gekk framkvæmdin stórslysalaust fyrir sig. Valnefnd  fyrir flokk 1  mun funda 21. maí og standa vonir til að ákvörðun um úthlutun liggir fyrir í lok maí.  Ferillinn fyrir Samstarfsverkefnin er aðeins flóknari og má ekki búast við að hægt verði að tilkynna niðurstöðuna í þeim verkefnum fyrr en um mitt sumar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica