Námskeið í þróun hugmynda að samstarfsverkefnum

25.2.2016

Þriðjudaginn 8. mars heldur skoski ráðgjafinn Paul Guest námskeið fyrir umsækjendur um samstarfsverkefni Erasmus+ frá kl.13:00-17:00. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30.

Á námskeiðinu verður áhersla lögð á þróun hugmynda að samstarfsverkefnum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og eru þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru beðnir að skrá sig.

Skrá þátttöku

Frestur til að sækja um þátttöku rennur út 6. mars.  Allir umsækjendur munu fá svarpóst eftir að fresturinn rennur út.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica