Tengslaráðstefna í fullorðinsfræðslu um þátttöku fullorðinna í samfélaginu og á vinnumarkaði

27.8.2015

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Utrecht í Hollandi dagana 28., 29. og 30. október 2015.
Yfirskrift ráðstefnunnar er  Participation of adults in society and employment.

Markhópurinn er fulltrúar fullorðinsfræðslustofnana (Adult education), s.s. stjórnendur, kennarar eða aðrir fagaðilar sem hafa áhuga á grunngildum fullorðinsfræðslu og gæðum í fullorðinsfræðslu.

Á tengslaráðstefnuna, sem skipulögð er af Erasmus + landskrifstofunni í Hollandi, koma um 50 manns frá ýmsum Evrópulöndum og er megin tilgangur hennar að tengja saman fagfólk frá mismunandi löndum með það í huga að senda inn umsókn í samstarfsverkefnahluta áætlunarinnar í næsta umsóknarfresti árið 2016.  Samstarfsverkefni er flokkur innan Erasmus+ sem hefur það að markmiði að þróa eða yfirfæra nýjungar á ólíkum stigum menntunar.

Á ráðstefnunni verður m.a. horft til þátttöku fullorðinna í sjálfboðastarfi, hvernig upplýsingatækni nýtist hópum sem standa höllum fæti og ný og breytt hlutverk stofnana/sveitarfélaga varðandi fullorðinsfræðslu.

Í umsókn skal koma fram nafn, kennitala og reynsla umsækjenda. Einnig skal koma fram rökstuðningur fyrir því af hverju viðkomandi aðili ætti að fá styrkinn, hvort viðkomandi hafi reynslu af erlendu samstarfi og hvort umsækjandi sé með hugmynd að samstarfsverkefni. Meginreglan er sú að ekki fari nema einn frá hverri stofnun, fyrirtæki, símenntunarmiðstöð eða sveitarfélagi.

Sækja umsóknaform

Íslenska landskrifstofan greiðir ferðir (allt að 650 evrur) og uppihald og ráðstefnugjald fyrir tvo þátttakendur frá Íslandi.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2015.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica