Tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar í Króatíu

26.8.2015

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Dubrovnik, Króatíu 13. – 15. október 2015. Heiti ráðstefnunnar er Networking vocational Education and Business. 

Fagsvið ráðstefnunnar:

  • ferðaþjónusta
  • matvæla- og þjónustugreinar
  • umhverfisfræði
  • heilbrigðisgreinar

Lögð er áhersla á samvinnu atvinnulífs og skóla og stefnt að þátttöku fulltrúa beggja hópa.  Leitað er eftir fulltrúum fyrirtækja, aðilum sem sjá um vinnustaðaþjálfun,  fulltrúum starfsmenntaskóla og öðrum hagsmunaaðilum.

Á tengslaráðstefnuna koma aðilar frá öðrum Evrópulöndum og er tilgangur hennar að efla tengsl fólks frá mismunandi löndum  með það í huga að senda inn umsókn í Erasmus+ menntaáætlunina á næsta umsóknarfresti árið 2016. 

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, stofnun og stöðu innan fyrirtækis.  Einnig upplýsingar um reynslu umsækjenda og verkefnishugmynd.  Meginreglan er sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki eða stofnun.

Sækja umsóknareyðublað

Íslenska landskrifstofan greiðir ferðir (allt að 750 evrur) og innifalin er gisting og uppihald meðan á ráðstefnunni stendur.  Þátttökugjald eru 50 evrur sem þátttakendur greiða beint til Landskrifstofunnar í Króatíu .  Umsóknarfrestur er til 7. september 2015.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica