Umsóknarfrestir fyrir Erasmus+ 2016

6.8.2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarhluta (K-1) Erasmus+ verði 2. febrúar 2016. Umsóknarfrestur fyrir samstarfsverkefni verður hins vegar 31. mars 2016.

Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi hvetur alla þá sem eru að hug á því að sækja um að byrja að að undirbúa verkefni fljótlega. Starfsfólk okkar er boðið og búið að veita ráðgjöf í því sambandi.

Ekki hefur enn verið opnað fyrir umsóknir en umsóknareyðublöð verða aðgengileg hér á vefnum  að öllum líkindum í byrjun desember. 

Gott er að kynna sér upplýsingar um  umsóknarferlið áður en hafist er handa við undirbúning (ath. uppl. miðast við umsóknafrestinn 2015 en verða uppfærðar um leið og gögn berast).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica