Tengslaráðstefna um frumkvöðlafræðslu

11.6.2015

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Kaupmannahöfn dagana 24-27. nóvember 2015. Heiti ráðstefnunnar er The challenge of teaching entrepreneurship in education and training .

Markhópurinn eru kennarar í frumkvöðlafræðum á öllum skólastigum, aðilar innan starfsmenntageirans sem leggja áherslu á frumkvöðlafræði, aðilar á vinnumarkaði sem tengja saman atvinnulíf og skóla, og forsvarsmenn fyrirtækja sem leggja áherslu á frumkvöðlastarf innan síns fyrirtækis.

Á tengslaráðstefnuna sem skipulögð er af öllum Landskrifstofum Norðurlandanna koma aðilar frá öðrum Evrópulöndum og er aðaltilgangur hennar að tengja aðila saman frá mismunandi löndum  með það í huga að senda inn umsókn í samstarfsverkefnahluta áætlunarinnar í næsta umsóknarfresti árið 2016.  Samstarfsverkefni er flokkur innan Erasmus+ sem hefur það að markmiði að þróa eða yfirfæra nýjungar á ólíkum stigum menntunar.

Í umsókn skal koma fram nafn, kennitala og reynsla umsækjenda. Einnig skal koma fram rökstuðningur fyrir því af hverju viðkomandi aðili ætti að fá styrkinn, hvort viðkomandi hafi reynslu af erlendu samstarfi og hvort umsækjandi sé með hugmynd að samstarfsverkefni. Meginreglan er sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélagi. Hægt er að sækja um hér.

Íslenska landskrifstofan greiðir ferðir (allt að 500 evrur) og uppihald og ráðstefnugjald (750 evrur) fyrir fjóra þátttakendur frá Íslandi.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2015.

Sjá nánari uppl. á ráðstefnusíðunni

Þetta vefsvæði byggir á Eplica