Formleg opnun Epale vefsvæðisins á Íslandi 28. maí nk.

26.5.2015

Epale vefgáttin er ætluð fagfólki er sinnir fullorðinsfræðslu og verður opnuð formlega á Íslandi á málþingi um fullorðins- og framhaldsfræðslu "Þurfa kennarar að vera tæknitröll?". Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, Reykjanesbæ 28. maí nk.

Síðan er ætluð fagfólki, s.s. kennurum, þeim sem sinna stefnumótun, fræðimönnum og áhugafólki um fullorðinsfræðslu og inniheldur hún viðburðadagatal, fréttagátt og bloggsvæði.

Fleiri valmöguleikar verða í boði sem gera fagfólki í fullorðinsfræðslu kleift að fylgjast með helstu nýjungum í sínu fagi.  Meðal annars verður boðið upp á formlega leið fyrir EPALE-notendur til að leita að samstarfsaðilum í öðrum Evrópulöndum til að efla samskipti í þessum geira.

Síðan er á ensku sem og á öllum opinberum tungumálum Evrópusambandsins.

Dagskrá málþingsins:

Þurfa kennarar að vera tæknitröll?

Málþing um fullorðins- og framhaldsfræðslu á Suðurnesjum í húsnæði MSS
Samræða um fullorðins- og framhaldsfræðslu 28. maí 2015.

 • 10:00 – 10:10  Málþingsgestir boðnir velkomnir – Erla B. Guðmundsdóttir
 • 10:10 – 10:30 Margrét Sverrisdóttir – Rannís: Formleg opnun á EPALE, vefgátt ESB fyrir fagaðila i fullorðinsfræðslu. Hvernig nýtum við EPALE?
 • 10:30 – 10:50 Hildur Betty Kristjánsdóttir – Valgeir Magnússon – SÍMEY: Sjósókn, hvernig nálgumst við sjómenn? Raunfærnimat, námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og tæknin. Samstarfsverkefni Sjómenntar og símenntunarmiðstöðva.
 • 10:50 - 11:10  Kaffi
 • 11:10 – 11:30 Hróbjartur Árnason – Háskóli Íslands - Fjarfundur: Einstaklingsmiðun í námi með aðstoð tækninnar. Kynntar verða kennslufræðilegar meginreglur og verkfæri upplýsingartækninnar sem gera kennurum í fullorðinsfræðslu kleift að miða kennslu sína við ólíkar þarfir nemenda.  
 • 11:30 – 11:50 Soffía Waag Árnadóttir – Keilir: Vendinám - fyrstu skref kennarans. Hvernig stígur kennari fyrstu skrefin á átt að vendinámi? Að hverju þarf að hyggja? Farið verður yfir þau atriði sem skipta máli í vendinámi. Reynslusögur um fyrstu skref í vendinámi verða tekin fyrir.
 • 12:00 – 13:00 Hádegismatur í boði Rannís
 • 13:00 - 14:00 Særún Rósa Ástþórsdóttir MSS og Haraldur Geir Eðvaldsson Austurbrú: Brúarnám – Menntastoðir - Lync. Sagt verður frá notkun forritsins Lync í fjarkennslu ásamt öðrum upptökuforritum í kennslu. Það er mikil áskorun að setja af stað hópa sem eiga erfitt með að sitja fasta tíma á skólabekk.  Það hefur reynst góður skóli að koma því heim og saman og er ögrandi verkefni að halda námsmönnum að náminu og viðhalda áhuga og virkni í námi. Mörgum reynist erfitt að hefja nám eftir hlé, sérstaklega þeim sem standa höllum fæti á vinnumarkaði.
 • 14:00 – 14:20  Sigríður Helga Hauksdóttir og Margrét Óskarsdóttir -  Mímir: Hönnunar- og tilraunasmiðja Fab Lab. Sagt verður frá Hönnunar- og tilraunasmiðju Fab Lab sem var tilraunakennd vorið 2015 af Mími og Vinnumálastofnun.
 • 14:20 – 14:40  Grettir Sigurjónsson – Háskóli Íslands: Notkun Panopto.Farið verður yfir kerfið Panopto sem er gott að nota til þess að búa til bæði einfaldar og flóknari upptökur, auk þess að geta bætt við beinum útsendingum. Upptökurnar eiga við bæði úr kennslustofum þar sem kennslan er og svo líka fyrir þá sem vilja taka upp fyrirfram og leggja þá kannski meiri vinnu í upptökuna sjálfa.
 • 14:40 – 15:10  Kaffi
  15:10 – 15:30 Helgi Þorbjörn Svavarsson - SÍMEY: Tæknistutt nám og félagslegt réttlæti
  Erindið snýr að því að velta upp hvernig tæknistutt nám í fullorðinsfræðslu styður við eflingu félagslegs réttlætis, eflir menntun þeirra sem búa við jaðarsetningu í samfélaginu og hvað hafa ber í huga við skipulagningu slíks náms með tilliti til félagslegra þátta.
  15:30 – 15:50 Svala Jónsdóttir – Háskóli Íslands – e-mission fyrirlestur: Leikur og tækni. Námskeiðið Leikur og tækni verður kynnt.  Dæmi verða tekin um notkun Moodle og  notkun teikni- og myndvinnsluforrita í starfi með nemendum. 
 • 15:50 – 16:00 Málþingsslit – Erla B. Guðmundsdóttir

 

Nánari upplýsingar veitir Margrét K. Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Rannís í s. 515-5899 og margret.sverrisdottir(hja)rannis.is


Þetta vefsvæði byggir á Eplica