Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur hlaut aukaverðlaun sem besta eTwinning verkefnið í Evrópu 2015.
Í lok Evrópuverðlauna eTwinning síðast liðinn fimmtudag dró til tíðinda þegar verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur, Art Connects Us, fékk óvænt sérstök verðlaun sem besta eTwinning verkefnið í Evrópu 2015, en valið fer fram með leynilegri kosningu. Fyrr um kvöldið hafði verkefnið hlotið önnur verðlaun í sínum flokki, 4-11 ára, og má því með sanni segja að Grunnskóli Bolungarvíkur hafi verið í sviðsljósinu á verðlaunahátíðinni sem fór fram í Brussel
Zofia Marciniak, kennari við Grunnskóla Bolungarvíkur, stýrði Art Connects Us verkefninu ásamt skólum frá Póllandi, Slóveníu, Tyrklandi, Spáni og Frakklandi. Zofia tók á móti báðum verðlaunum með samstarfskennara sínum frá Póllandi ásamt einum pólskum og einum íslenskum nemanda.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.