Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur kosið besta eTwinning verkefnið 2015

12.5.2015

  • Zofia Marciniak og nemandi frá Grunnskólanum í Bolungarvík (vinstra megin) ásamt pólskum samstarfskennara og nemanda taka á móti viðurkenningunni.

Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur hlaut aukaverðlaun sem besta eTwinning verkefnið í Evrópu 2015.

Í lok Evrópuverðlauna eTwinning síðast liðinn fimmtudag dró til tíðinda þegar verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur, Art Connects Us, fékk óvænt sérstök verðlaun sem besta eTwinning verkefnið í Evrópu 2015, en valið fer fram með leynilegri kosningu. Fyrr um kvöldið hafði verkefnið hlotið önnur verðlaun í sínum flokki, 4-11 ára, og má því með sanni segja að Grunnskóli Bolungarvíkur hafi verið í sviðsljósinu á verðlaunahátíðinni sem fór fram í Brussel

Zofia Marciniak, kennari við Grunnskóla Bolungarvíkur, stýrði Art Connects Us verkefninu ásamt skólum frá Póllandi, Slóveníu, Tyrklandi, Spáni og Frakklandi. Zofia tók á móti báðum verðlaunum með samstarfskennara sínum frá Póllandi ásamt einum pólskum og einum íslenskum nemanda.

  • Skemmtilega frétt um verðlaunaafhendinguna er hægt að lesa hér.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica