Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi - Kynningarfundur á Egilsstöðum 24. mars

17.3.2015

Kynning á Erasmus+ menntaáætlun ESB og Creative Europe menningaráætlun ESB á Austurbrú Tjarnarbraut 39 e Egilsstöðum 24. mars 2015 kl. 09:00-12.00. Skráning

Fundurinn hefst kl. 9:00 með skráningu og kaffi.

Dagskrá

Erasmus+ ný mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB – tækifæri til þátttöku fyrir skóla, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki.

 • Erasmus+ menntun  og tveir meginflokkar umsókna - sækja kynningu
  • Nám og þjálfun - næsti umsóknarfrestur vor 2016
  • Samstarfsverkefni - næsti umsóknarfrestur 31. mars nk. kl. 10:00
   Margrét Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Rannís.
 • Erasmus+ æskulýðsstarf - næsti umsóknarfrestur 30. apríl nk. kl. 10:00
  Ragnhildur Zoëga verkefnisstjóri hjá Rannís

Ráðgjöf verður í boði fyrir áhugasama að loknum kynningum. Fundurinn verður verður sendur út í fjarfundabúnaði símenntunarmiðstöðva (sjá skráningu).


Markhópar Erasmus+ eru: 
•          leik- grunn- og framhaldsskólar
•          starfsmenntun
•          fullorðinsfræðsla
•          háskólar
•          æskulýðsstarf / Evrópa unga fólksins

Menningaráætlun ESB - Creative Europe styrkir menningarstofnanir hvers konar og styður við allar tegundir listgreina.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica