Ertu að vinna Erasmus+ umsókn eða viltu auglýsa námskeið, óska eftir gestakennara eða starfsnema? Skoðaðu School Education Gateway

19.2.2015

Ný evrópsk vefgátt helguð fyrstu þremur skólastigunum er komin í loftið, School Education Gateway.

School Education Gateway er torg þar sem kennarar, skólafólk, sérfræðingar og raunar allir sem tengjast kennslu og skólaþróun á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi koma saman. School Education Gateway er fjármögnuð af Erasmus+ áætluninni og rekin á vegum framkvæmdastjórnar ESB.

Á School Education Gateway er að finna verkfæri til að auðvelda umsóknaskrif í Erasmus+. Skólar sem eru að vinna umsókn í flokknum Nám og þjálfun (Key Action 1) fyrir starfsmenn sína geta leitað að námskeiðum og öðrum tækifærum til starfsþróunar (t.d. gestakennslu og starfskynninu), jafnframt því að óska eftir gestakennurum, starfsnemum oþh. Einnig geta skólar og stofnanir sem leita samstarfsaðila í flokknum Samstarfsverkefni (Key Action 2) nýtt sér leitarsvæði.

Þeir sem skipuleggja evrópsk námskeið fyrir skólafólk geta sömuleiðis auglýst þau á vefgáttinni.

Auk ofangreindra verkfæra er gáttin vettvangur til að deila áhugaverðum greinum, fréttum og upplýsingum um skólamál í Evrópu.

Einstaklingar skrá sig inn sem notendur með notendanafn og lykilorði. Hægt er að tengja aðganginn Facebook, Twitter, Google+ og LinkedIn ef fólk vill. Gáttin er tengd eTwinning þannig að þeir sem eru skráðir í eTwinning geta notað aðgangsorð sín inn á School Education Gateway.

Sjá stutta kynningu hér:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica