Vel sótt tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar um vinnustaðanám og þjálfun

22.1.2015

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi stóð fyrir tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 14. – 16. janúar 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Workbased Learning in VET“  og þemað var vinnustaðanám og þjálfun í starfsmenntun.

Mikill áhugi var fyrir þátttöku í ráðstefnunni og voru þátttakendur samtals 85 frá 19 Evrópulöndum frá starfsmenntaskólum, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði starfsmenntunar.

Tengslaráðstefnur eru haldnar til þess að skólar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir geti fundið samstarfsaðila í fyrirhuguð Evrópuverkefni og hafið undirbúning samstarfsins á ráðstefnunni sjálfri.

Þátttakendur fengu kynningu um vinnustaðanám og þjálfun á Íslandi og stöðuna á Norðurlöndunum sem og fræðslu um styrkjamöguleika Erasmus+ menntaáætlunarinnar almennt og sérstök áhersla var lögð á að þróa nýjar verkefnishugmyndir samstarfsverkefna (KA2) sem og verkefna á sviði náms og þjálfunar (KA1) í skemmtilegum vinnusmiðjum sem sérfræðingar leiddu (m.a. með svokallaðri ,,Open Space“ aðferð).  Þá var einnig farið í fróðlega fyrirtækjaheimsókn til Samskipa þar sem þeirra fræðsluáætlun var kynnt, en Samskip voru útnefnd sem Menntafyrirtæki ársins 2014. 

Dagskrá ráðstefnunnar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica