Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi stóð fyrir tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 14. – 16. janúar 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Workbased Learning in VET“ og þemað var vinnustaðanám og þjálfun í starfsmenntun.
Mikill áhugi var fyrir þátttöku í ráðstefnunni og voru þátttakendur samtals 85 frá 19 Evrópulöndum frá starfsmenntaskólum, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum sem starfa á sviði starfsmenntunar.
Tengslaráðstefnur eru haldnar til þess að skólar, fyrirtæki, félagasamtök eða stofnanir geti fundið samstarfsaðila í fyrirhuguð Evrópuverkefni og hafið undirbúning samstarfsins á ráðstefnunni sjálfri.
Þátttakendur fengu kynningu um vinnustaðanám og þjálfun á Íslandi og stöðuna á Norðurlöndunum sem og fræðslu um styrkjamöguleika Erasmus+ menntaáætlunarinnar almennt og sérstök áhersla var lögð á að þróa nýjar verkefnishugmyndir samstarfsverkefna (KA2) sem og verkefna á sviði náms og þjálfunar (KA1) í skemmtilegum vinnusmiðjum sem sérfræðingar leiddu (m.a. með svokallaðri ,,Open Space“ aðferð). Þá var einnig farið í fróðlega fyrirtækjaheimsókn til Samskipa þar sem þeirra fræðsluáætlun var kynnt, en Samskip voru útnefnd sem Menntafyrirtæki ársins 2014.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.