Allir lesa

17.10.2014

Átakið ALLIR LESA  hófst í dag, 17. október og lýkur á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Þetta er lestrarkeppni þar sem lesnar mínútur gilda.

Þetta er því ekki hraðlestrarkeppni, heldur getur fólk notið þess að lesa í rólegheitum.  Fólk er hvatt til að skrá sig á vefinn www.allirlesa.is, skrá hvað það er að lesa og hve langan tíma það nýtir í lestur.  Lestur skýrslna gildir líka og allar gerðir bóka teljast með, venjulegar, rafbækur og hljóðbækur. Rannís styður við átakið og Landsskrifstofa Erasmus + hvetur alla til að taka þátt í því.

Einnig bendum við á samfélagsmiðlana, þar sem ýmsar hvatningar, aukaleikir og fleira skemmtilegt verður í gangi.

www.facebook.com/allirlesa
www.twitter.com/allirlesa
www.instagram.com/allirlesa

 

 

 

 

 

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica