Ert þú með hugmynd að Erasmus+ samstarfsverkefni á sviði menntunar?

16.10.2014

Óskar þú eftir ráðgjöf hjá verkefnisstjóra á landskrifstofu þinni á Íslandi?

Þá er gott að fylla út meðfylgjandi form fyrir verkefnishugmynd. Formið hjálpar þér að móta hugmyndina þína og nýtist síðan bæði til að fá ráðgjöf hjá verkefnisstjóra á Landskrifstofu og einnig við að kynna hugmyndina fyrir væntanlegum samstarfsaðilum í öðrum Evrópulöndum.

Sækja form fyrir verkefnishugmynd í flokki 2, Samstarfsverkefni í menntun

Vinsamlegast fylltu eyðublaðið út áður en þú óskar eftir ráðgjöf með verkefnisstjóra á Landskrifstofu Erasmus+ fyrir menntahlutann.  Best er að fylla það út á ensku til að geta kynnt hugmyndina fyrir væntanlegum samstarfsaðilum erlendis.

Landskrifstofan mælir sérstaklega með að þú lesir  um verkefnaflokkinn Samstarfsverkefni fyrir þitt skólastig og markhóp áður en eyðublaðið er fyllt út.

Við mælum einnig með því að þú lesir Erasmus+ Handbókina og hvernig er sótt um áður en þú fyllir út formið og sendir til okkar:  erasmusplus(hja)rannis.is.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica