Tengslaráðstefna um hópa sem eru í viðkvæmri stöðu í skóla og á vinnumarkaði

9.10.2014

Erasmus+ landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Sinaia Rúmeníu dagana 9-13 desember nk.

Yfirskrift ráðstefnunnar er "involvement of vulnerable groups taking part in education and training and in labour market“. Óskað er eftir þátttakendum frá skólum, starfsmenntun, háskólum, fyrirtækjum, félagasamtökum , starfsfólki skólaskrifstofa, fræðsluráða, menntastofnana og stjórnenda sveitarfélaga sem tengjast málefninu.

Á tengslaráðstefnuna koma aðilar frá öðrum Evrópulöndum og er aðaltilgangur hennar að tengja aðila saman frá mismunandi löndum með það í huga að senda inn umsókn í samstarfshluta áætlunarinnar í næsta umsóknarfresti 2015.

Ísland getur aðeins sent 3 fulltrúa sem eiga ekki að vera frá sömu stofnuninni/samtökunum.

Í umsókn þarf koma fram reynsla umsækjanda af að vinna með hópa sem eru í viðkvæmri stöðu í skóla og á vinnumarkaði. Einnig skal koma fram rökstuðningur fyrir því af hverju viðkomandi ætti að fá styrkinn, hvort viðkomandi hafi fengið styrk áður frá menntaáætlun ESB og hvort umsækjandi sé með hugmynd að samstarfsverkefni.

Íslenska Erasmus+ landskrifstofan greiðir ferðir (allt að 650 evrur) og fast gjald fyrir uppihald og ráðstefnugjald, 550 evrur.

Sótt er um á rafrænu formi beint til Landskrifstofu Erasmus+  á Íslandi.

Opna Umsóknarform

Umsóknarfrestur er til 15 október

Þetta vefsvæði byggir á Eplica