Námskeið fyrir verkefnisstjóra Erasmus+ í flokknum Stefnumiðuð samstarfsverkefni

3.10.2014

Vinsamlega skráið þátttöku verkefnisstjóra og skólastjórnanda/ forsvarsmanns stofnunar í síðasta lagi 3. október.

Námskeið fyrir verkefnisstjóra Erasmus+ í flokknum Stefnumiðuð samstarfsverkefni verður haldið þriðjudaginn  7. október kl. 13:15 – 17:00 í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík.

Í upphafi námskeiðsins verða þau verkefni sem nú hljóta styrk kynnt í stuttu máli og í framhaldi af því mun forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ afhenda fulltrúum stofnana undirritaða samninga. Óskað er eftir þátttöku skólastjórnanda eða forsvarsmanns stofnunar á a.m.k. þennan hluta fundarins.

Eftir afhendingu samninga verður farið yfir verkefnisstjórn, fjármál, gott verklag,  kynningarmál o.fl.  Einnig gefst verkefnisstjórum tækifæri til þess spjalla saman og bera saman bækur sínar.  Í lok námskeiðsins verður boðið upp á léttar veitingar.

 Skráning hér

Þetta vefsvæði byggir á Eplica