Upplýsingadagur í Brussel

2.10.2014

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir Erasmus + upplýsingadegi (Info Day) í Brussel miðvikudaginn  12. nóvember næst komandi.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir Erasmus + upplýsingadegi (,,Info Day“) í Brussel miðvikudaginn  12. nóvember næst komandi.

 Þema dagsins verður undirbúningur fyrir verkefni sem falla  undir flokkinn ,,Miðstýrð samstarfsverkefni“  (,,Sector Skills Alliances“ og ,,Knowledge Alliances“ ) á árinu 2015.  Fundinum verður streymt  á Netinu þannig að ekki er nauðsynlegt að fara alla leið til Brussel til að fylgjast með!

Miðstýrð samstarfsverkefni  hafa sértækari markmið en hefðbundin Erasmus+ samstarfsverkefni.  Miðstýrðu verkefnin snúa  annars vegar að samstarfi atvinnulífs og skóla svokölluð ,,Sector Skills Alliances“.  Þau verkefni ganga út á þróun nýrra námsleiða eða aðferða við kennslu og þjálfun í ákveðnum starfsgreinum.  Hins vegar eru þetta svokölluð ,,Knowledge Alliances“  sem ganga út á samstarf háskóla og atvinnulífs.  Þannig verkefni leitast við að þróa námsleiðir, námskrár  og önnur menntaúrræði í samstarfi háskóla og fyrirtækja.  Umsóknum skal skilað inn miðlægt til Brussel fyrir umsóknarfrest sem verður 30. mars 2015.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica