Sextán menntaverkefni og niðurstöður þeirra

14.8.2014

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út bækling þar sem kynnt eru sextán menntaverkefni frá árunum 2007-2013 sem lögð er áhersla á dreifingu á niðurstöðum verkefna (dissemination and exploitation).

Eins og flestir þeir sem tekið hafa þátt í evrópskum menntaverkefnum vita hefur framkvæmdastjórnin sífellt lagt meiri áherslu á þennan þátt í rekstri verkefna.

Þetta er því gott tækifæri fyrir núverandi verkefnastjóra, tilvonandi umsækjendur og aðra þá sem áhuga hafa á evrópsku samstarfi að kynna sér hvernig til hefur tekist hjá þessum aðilum að kynna  aðferðir, tæki og tól til að koma niðurstöðum verkefna á framfæri.

Flest þessara verkefna koma úr Leonardo eða Grundtvig hluta Menntaáætlunar ESB (Lifelonglearning Programme) en einnig eru nokkur úr Erasmus og Comeniusar hlutanum. En sjón er sögu ríkari og hægt er að nálgast bæklinginn hér.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica