Námskeið í gerð umsókna um nám og þjálfun í Evrópu

26.2.2014

Erasmus+ er ný styrkjaáætlun ESB á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og íþrótta sem gildir 2014-2020.Markmið Erasmus+ er að auka gæði og stuðla að samstarfi í menntun og þjálfun innan Evrópu, en 34 Evrópulönd eiga aðild að áætluninni.

Styrkir til náms og þjálfunar veita starfsfólki á öllum skólastigum og nemendum í starfsmenntun og á háskólastigi tækifæri til að sinna námi, starfsþjálfun eða kennslu í þátttökulöndum Erasmus+.

Hægt er að sækja um ferða-, uppihalds- og námskeiðsstyrki.

Námskeiðin verða haldin í húsnæði Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7, sem hér segir:

  •  Námskeið í gerð umsókna fyrir aðila í starfsmenntun
    miðvikudaginn 26. febrúar kl. 14:00-16:00
  • Námskeið í gerð umsókna fyrir leik-,grunn- og framhaldsskóla, tónlistar-og listnámsskóla og fullorðinsfræðslustofnanir
    fimmtudaginn 27. febrúar kl. 14:00-16:00

Skráning fer fram á erasmusplus@rannis.is. Á námskeiðunum verður farið yfir umsóknarferlið og umsóknareyðublöð skoðuð. Hægt er að óska eftir aðgengi í gegnum fjarfundabúnað símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni.

Fræðslu- og menntastofnanir á öllum skólastigum geta sótt um styrkií Erasmus+. Ennig eiga fyrirtæki, samtök og aðrir lögaðilar sem sinna menntun rétt á þátttöku.

Umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarferðir er til 17. mars 2014.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica