Námsheimsókn til Finnlands fyrir stjórnendur á framhaldsskólastigi

24.9.2015

  • Framhaldskólakennari í kennslustofu

Erasmus+ Landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum í námsheimsókn til Finnlands vikuna 7. – 11. desember 2015. Yfirskrift heimsóknarinnar er Management, leadership and cooperation in secondary education (general education and VET).

Í heimsókninni verður lögð áhersla á samstarf milli menntastofnana, almennra framhaldsskóla og verkmenntaskóla. Leita á í reynslubrunn þátttakenda og hvaða leiðir þeir hafa farið í stjórnunarsamstarfi, svæðasamstarfi, gæðastjórnun, alþjóðasamstarfi, við þróun námsgagna, námsgreina o.fl.

Námsheimsóknin mun byrja á kynningu hjá skipuleggjendum í Helsinki. Síðan verður þátttakendum skipt í tvo 20 manna hópa sem koma frá 10 Evrópulöndum (stjórnendur í almennum framhaldsskólum og verkmenntaskólum), annar hópurinn verður með aðsetur í Turku og hinn í Jyväskylä. Þaðan verður farið í heimsóknir í skóla og stofnanir á svæðunum.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um stofnun og stöðu umsækjanda, auk upplýsinga um reynslu af alþjóðasamstarfi og verkefnishugmynd. Meginreglan er sú að ekki fari nema einn frá hverjum skóla.

Íslenska landskrifstofan veitir styrk fyrir ferðakostnaði og gistingu (allt að 1000 evrur), en annar kostnaður, ferðir innan Finnlands og uppihald er greitt af skipuleggjendum námsheimsóknarinnar. Umsóknarfrestur er til 9. október 2015.

Umsóknareyðublað

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica