Kynningarfundur um tækifæri og styrki í Erasmus+ og Creative Europe í Reykjavík

5.1.2016

Föstudaginn 8. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+ og menningarhluta Creative Europe áætlananna. Aðgangur er öllum opinn en vinsamlegast skráið þátttöku .

Hvar: Borgartúni 30, 3. hæð.
Hvenær: 8. janúar 2016, kl. 12:00 - 13:30.

Fundurinn verður einnig sendur út beint á netinu.
Til að taka þátt í fjarfundinum er ekki þörf á öðrum búnaði en nettengdri tölvu.
Tengjast fjarfundi

Dagskrá

Fundurinn hefst kl. 12:00 með skráningu og léttu hádegissnarli.
Útsending á netinu hefst kl. 12:20.

Ráðgjöf verður í boði fyrir áhugasama að loknum kynningum.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica