Kynningarfundur og tengslaráðstefna um alþjóðavídd innan Erasmus+

11.9.2015

Rannís, í samstarfi við Landskrifstofur Erasmus+ á Norðurlöndunum, stendur fyrir kynningarfundi og tengslaráðstefnu um samstarfsmöguleika innan alþjóðavíddar í Erasmus+ dagana 19.-20. nóvember 2015 á Hótel Crowne Plaza í Kaupmannahöfn.

Fundurinn er fyrst og fremst ætlaður starfsmönnum háskóla á Norðurlöndunum sem hafa áhuga á að kynna sér samstarfsmöguleika við stofnanir frá ákveðnum aðildarlöndum áætlunarinnar utan Evrópu (Partner Countries) og þeim styrkjamöguleikum sem í boði eru innan Erasmus+ til samstarfs við þau lönd. Markhópur fundarins er háskólar á öllum Norðurlöndunum og því býðst þar einnig kjörið tækifæri til styrkja tengsl við aðrar norrænar háskólastofnanir.

Auk almennra upplýsinga um alþjóðavídd í Erasmus+ verða samhliða haldnar tvær vinnustofur þar sem fjallað verður um eftirtalin verkefni:

  • Capacity Building, sem er samstarf við háskóla utan Evrópu sem miðar að því að styrkja háskólastigið/ eða ákveðna þætti í starfi einstakra háskólastofnana í samstarfslandinu/löndunum.
  • Erasmus Mundus Joint Master Degrees, tvöfaldar námsgráður.
  • Knowledge Alliances og Strategic Partnerships, samstarf háskóla og atvinnulífs og samstarfsverkefni með háskólum og fyrirtækjum um allan heim.

Nánari upplýsingar um þessi verkefni hér.

Sérfræðingar frá framkvæmdastjórn ESB munu kynna tækifæri innan Erasmus+, sagt verður frá norrænum fyrirmyndarverkefnum, tækifæri gefin til að mynda tengslanet með veggspjaldakynningum, auk þess sem hægt verður að funda með fulltrúum frá Erasmus+ landskrifstofum frá Norður Afríku, Armeníu, Azerbædjan, Hvíta-Rússlandi, Georgíu, Moldavíu, Úkraínu og Rússlandi auk landa á Balkanskaga.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningarform verða sendar út í byrjun október. Fundurinn hefst á hádegi, fimmtudaginn 19. nóvember og lýkur kl. 14:00, föstudaginn 20. nóvember. Þátttaka á fundinum er ókeypis en íslenskir þátttakendur þurfa að greiða fyrir flug og hótel og er hægt að greiða þann kostnað af umsýslustyrk Erasmus+.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Vignisdóttir.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica