Heimsókn fulltrúa ESB á Erasmus+ Landskrifstofuna

3.5.2016

  • Ágúst H. Ingþórsson sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs, María K. Gylfadóttir, sérfræðingur á mennta- og menningarsviði, Óskar E. Óskarsson sérfræðingur á mennta- og meinningarsviði, Natascha Sander fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB og Sigríður Vala Vignisdóttir sérfræðingur á mennta- og menningasviði.

Dagana 2-3 maí var fulltrúi Framkvæmdastjórnar ESB í eftirlitsheimsókn hjá menntahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Heimsóknin er liður í eftirliti Fram­kvæmda­stjórnar með framkvæmd Erasmus+ áætlunarinnar á Íslandi.

Sérstakur tilgangur þessarar heimsóknar var að skoða framkvæmd háskólahluta Erasmus+ á Íslandi og áhrif þátttöku Íslands í Erasmus+ á þróun háskólamenntunar og sérstaklega alþjóðavæðingar háskólastigsins á nemendur, starfsmenn og háskólana sjálfa.  Þannig hitti Natascha Sander í heimsókn sinni fulltrúa Landskrifstofunnar, fulltrúa í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fulltrúa BHM og Landssamtaka stúdenta auk fjölmargra fulltrúa innan háskólasamfélagsins – alþjóðafulltrúa, kennara, Bologna sérfræðinga, stúdenta og fleiri. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica