Upplýsingafundur þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

24.4.2017

Þann 27. apríl n.k. kl. 17:00 býður Norræna félagið, í samstarfi við Halló Norðurlönd, og EURES evrópsk vinnumiðlun upp á upplýsingafund þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.

Fulltrúar frá EURES, Halló Norðurlönd og Ríkisskattstjóra verða með kynningu og Dóra Stefánsdóttir frá Rannís kynnir upplýsingastofu um nám erlendis, farabara.is og Europass .

Fundur er haldinn í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1, 103 Reykjavík í fundarsal á 1. hæð. Gestir eru hvattir til að mæta stundvíslega.

Skráning á fund fer fram með því að senda tölvupóst fyrir 26. apríl.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica