Fréttir: janúar 2019

15.1.2019 : Umsóknarskrif – Erasmus+ samstarfsverkefni

Landskrifstofa Erasmus+/Rannís verður með námskeið og æfingu í gerð umsókna um Erasmus+ samstarfsverkefni, fimmtudaginn 7.febrúar kl 14 í Borgartúni 30.

Lesa meira

14.1.2019 : Námskeið um þátttöku fyrir alla og fjölbreytileika

Heiti námskeiðs: Training course "Inclusion & Diversity Taster"

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur.

Markmið: Námskeið fyrir "hefðbundin" æskulýðssamtök sem hafa áhuga á að auka þátttöku fyrir alla og fjölbreytileika og/eða búa til fjölbreyttari hópa fyrir alþjóðleg verkefni - ungmenni með fötlun eða þau sem búa við færri tækifæri.  Á þessu námskeiði er kennt hvernig hægt er að bjóða upp á þátttöku fyrir alla og virkja ungt fólk með færri möguleika í framtíðarverkefnum þeirra í Erasmus+ og European Solidarity Corps (Evrópskum samstöðuverkefnum). 

Hvar: Búkarest, Rúmeníu

Hvenær: 27. – 31. maí 2019

Umsóknarfrestur: 3. febrúar 2019

NÁNAR

14.1.2019 : Þjálfaranámskeið í Búlgaríu

Heiti námskeiðs: C.O.A.C.H. Training course

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur, þjálfara og aðra sem vinna með ungu fólki.

Markmið: Þjálfun er ferlið við að hjálpa öðrum að hámarka hæfileika sína.  Þjálfun leggur áherslu á sveigjanlegar breytingar, að einbeita sér að skilgreina og ná ákveðnum markmiðum. C.O.A.C.H. er 5 daga langt námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk til að læra um, æfa og þróa eigin aðferðir við þjálfun. Þjálfun er tæki til að valdefla en einnig fyrir skýr og skilvirk samskipti. Það þarf áreiðanleika, leiðtogahæfileika og sköpun til að vera góður leiðbeinandi og þjálfari og þjálfun er nauðsynlegt tól fyrir allt æskulýðsstarfsfólk, leiðbeinendur, leiðtoga og aðgerðasinna.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 3. – 9. júní 2019

Umsóknarfrestur: 5. apríl 2019

NÁNAR

14.1.2019 : Námskeið fyrir nýliða í Erasmus+

Heiti námskeiðs: Appetiser - An introduction on how to use the 'Erasmus+ Youth in Action' Programme for international youth work

Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og hafa enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.

Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 4. – 8. júní 2019

Umsóknarfrestur: 24. mars 2019

NÁNAR

11.1.2019 : Námskeið um ungmennaskipti

Heiti námskeiðs: BiTriMulti

Fyrir: Þá sem við vinna með ungu fólki og hafa áhuga á að skipuleggja ungmennaskipti.

Markmið: Að þjálfa þá sem vilja sækja um sitt fyrsta ungmennaskiptaverkefni. Þeir íslendingar sem sótt hafa BTM hafa verið mjög ánægðir með árangurinn, bæði hvað varðar að finna samstarfsaðila og líka hvað það hjálpaði þeim mikið þegar þeir síðan framkvæmdu sín fyrstu ungmennaskipti.

Hvar: Belgíu

Hvenær: 22. - 26. maí 2019

Umsóknarfrestur: 10. mars 2019

NÁNAR

10.1.2019 : Fyrsta úthlutun ársins

Styrkþegafundur vegna úthlutunar úr umsóknarfresti í október 2018

Lesa meira

7.1.2019 : Fréttabréf Evrópsku starfsmenntavikunnar 2018

Þriðja evrópska starfsmenntavikan var haldin dagana 5. – 9. nóvember 2018.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica