Fréttir: 2019

31.1.2019 : Umsóknarfrestur framlengdur frá 5. til 12. febrúar

Vegna tæknilegra örðugleika hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekið þá ákvörðun að framlengja umsóknarfrestinn sem áður var 5. febrúar um eina viku, eða til 12. febrúar 2019 (kl. 11 að morgni að íslenskum tíma eins og áður). 

Lesa meira

31.1.2019 : Hvaða áhrif hefur Brexit á þátttöku í Erasmus+?

Bretland gengur úr Evrópusambandinu 29. mars 2019 en ekki er að fullu ljóst hvernig útgöngunni verður háttað. Eftir að útgöngusamningur bresku ríkisstjórnarinnar var felldur í þinginu þann 15. janúar hafa líkur aukist á því að Bretar fari úr sambandinu án samnings (svokallað hart Brexit). Af því tilefni hefur ESB gefið út áætlun um útgöngu án samnings sem snýr meðal annars að framkvæmd Erasmus+ eftir 29. mars. 

Lesa meira

28.1.2019 : Sívaxandi eftirspurn í Erasmus+

Erasmus+ nýtur sívaxandi vinsælda meðal Evrópubúa, samkvæmt nýrri skýrslu sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út um framkvæmd áætlunarinnar á árinu 2017. Fjármagnið fer hækkandi með hverju ári og því var hægt að gefa hátt í 800.000 manns tækifæri til að sinna námi, þjálfun og sjálfboðastörfum í útlöndum árið 2017, eða 10% fleirum en árið áður. Stofnanir og samtök í Evrópu njóta einnig góðs af Erasmus+ samstarfsverkefnum, en 22.400 verkefni voru styrkt þetta árið. 

Lesa meira

24.1.2019 : Opið hús hjá Landskrifstofu

Landskrifstofa Erasmus+ verður með OPIÐ HÚS fyrir umsækjendur 1. febrúar á 1. hæð í Borgartúni 30.

Lesa meira

24.1.2019 : Heimsóknir - ráðgjöf á landsbyggðinni

Landskrifstofa Erasmus+ leggur ríka áherslu á aðstoð við umsækjendur á landsbyggðinni.

Lesa meira

15.1.2019 : Umsóknarskrif – Erasmus+ samstarfsverkefni

Landskrifstofa Erasmus+/Rannís verður með námskeið og æfingu í gerð umsókna um Erasmus+ samstarfsverkefni, fimmtudaginn 7.febrúar kl 14 í Borgartúni 30.

Lesa meira

14.1.2019 : Þjálfaranámskeið í Búlgaríu

Heiti námskeiðs: C.O.A.C.H. Training course

Fyrir: Æskulýðsstarfsfólk, æskulýðsleiðtoga, verkefnastjórnendur, þjálfara og aðra sem vinna með ungu fólki.

Markmið: Þjálfun er ferlið við að hjálpa öðrum að hámarka hæfileika sína.  Þjálfun leggur áherslu á sveigjanlegar breytingar, að einbeita sér að skilgreina og ná ákveðnum markmiðum. C.O.A.C.H. er 5 daga langt námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk til að læra um, æfa og þróa eigin aðferðir við þjálfun. Þjálfun er tæki til að valdefla en einnig fyrir skýr og skilvirk samskipti. Það þarf áreiðanleika, leiðtogahæfileika og sköpun til að vera góður leiðbeinandi og þjálfari og þjálfun er nauðsynlegt tól fyrir allt æskulýðsstarfsfólk, leiðbeinendur, leiðtoga og aðgerðasinna.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 3. – 9. júní 2019

Umsóknarfrestur: 5. apríl 2019

NÁNAR

14.1.2019 : Námskeið fyrir nýliða í Erasmus+

Heiti námskeiðs: Appetiser - An introduction on how to use the 'Erasmus+ Youth in Action' Programme for international youth work

Fyrir: Þá sem starfa með ungu fólki og hafa enga reynslu af fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi.

Markmið: Að gefa þátttakendum tækifæri til að upplifa á eigin skinni hvernig það er að taka þátt í fjölþjóðlegu æskulýðsstarfi svo að þeir séu betur í stakk búnir til að skipuleggja fjölþjóðleg verkefni með sínum ungmennum.

Hvar: Búlgaríu

Hvenær: 4. – 8. júní 2019

Umsóknarfrestur: 24. mars 2019

NÁNAR

10.1.2019 : Fyrsta úthlutun ársins

Styrkþegafundur vegna úthlutunar úr umsóknarfresti í október 2018

Lesa meira

7.1.2019 : Fréttabréf Evrópsku starfsmenntavikunnar 2018

Þriðja evrópska starfsmenntavikan var haldin dagana 5. – 9. nóvember 2018.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica