Fréttir: apríl 2016

26.4.2016 : Rúmlega 400 m.kr. úthlutað úr menntahluta Erasmus+

Rannís hefur úthlutað rúmlega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Fjármagninu var úthlutað til 48 verkefna og ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum njóta góðs af styrkjunum að þessu sinni. Þess má geta að yfir 50% framhaldsskóla og 20% leik-, og grunnskóla á Íslandi hafa frá 2014 fengið styrki úr áætluninni.

Lesa meira

25.4.2016 : Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum

Euroguidance miðstöðvarnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum bjóða upp á tveggja daga námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa dagana 28. og 29. september í Vilníus í Litháen, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður á ensku og allar frekari upplýsingar eru á ensku.

Lesa meira

6.4.2016 : Háskóla­nemar kalla eftir stefnumótun frá stjórnvöldum

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa afhent mennta- og menningar­málaráðuneyti og háskólum landsins stefnu um alþjóðavæðingu íslensks háskóla­samfélags. Afhendingin fór fram á Alþjóðadegi háskólanna sem haldinn var í samstarfi við Rannís þann 18. mars undir yfirskriftinni Stúdentar og alþjóðastarf - hindranir og hæfni.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica