Fréttir: desember 2015

15.12.2015 : Starfsmenntastofnun ESB fagnar 40 ára afmæli

Cedefop heldur í ár upp á þau tímamót að 40 ár eru liðin síðan þáverandi Evrópusambandslönd ákváðu að koma á fót sérstakri stofnun fyrir starfsmenntamál. Cedefop er þannig elsta starfandi stofnun ESB og hefur frá upphafi verið helsta sérfræðisetur Evrópu í starfsmenntamálum. 

Lesa meira

10.12.2015 : Tíu verkefni hljóta gæðaviðurkenningar Erasmus+

Gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni þann 10. desember. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu. 

Lesa meira
Boðskort aðventuhátíð 10. desember 2015.

3.12.2015 : Aðventuhátíð í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass

Rannís býður þér til aðventuhátíðar fimmtudaginn 10. desember frá kl. 16:30 í Ásmundarsafni við Sigtún í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass, þar sem veittar verða gæðaviðurkenningar fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni.

Lesa meira
Skjámynd af Panorama vefsíðunni

3.12.2015 : Yfirsýn yfir hæfniþörf í nútíð og framtíð: Nýr gagnvirkur vefur Cedefop

Miðstöð ESB um þróun starfsmenntunnar, Cedefop, opnaði þann 1. desember nýjan vef um starfsmennamál sem hlotið hefur nafnið Skills Panorama. Þar er að finna geysilegt magn upplýsinga um hæfniþörf í Evrópu bæði í nútíð og framtíð studd hvers konar gögnum og skýringarmyndum.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica