Fréttir: október 2015

Glaðlegt ungt fólk

22.10.2015 : Umsóknarfrestir fyrir Erasmus+ 2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarhluta (K-1) Erasmus+ verði 2. febrúar 2016. Umsóknarfrestur fyrir fjölþjóðleg samstarfsverkefni Erasmus+ (K-2) verður hins vegar 31. mars 2016.

Lesa meira

20.10.2015 : Erasmus+ upplýsingadagur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir Erasmus + upplýsingadegi (Info Day) í Brussel mánudaginn 23. nóvember næst komandi. Þema dagsins verður undirbúningur fyrir verkefni sem falla undir flokkinn ,,Miðstýrð samstarfsverkefni“  (,,Sector Skills Alliances“ og ,,Knowledge Alliances“ ) á árinu 2016. 

Lesa meira

15.10.2015 : Færni til framtíðar – mótun starfsferils

Föstudaginn 30. október 2015 verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:30 – 13:00 þar sem meginumfjöllunarefnið er færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills).

Lesa meira

15.10.2015 : Afgreiðsla Rannís lokuð!

Vegna allsherjaverkfalls SFR þá verður afgreiðsla Rannís lokuð frá og með fimmtudeginum 15. október til og  með þriðjudeginum 20. október. Viðskiptavinum stofnunarinnar er bent á að hægt er að hringja beint í starfsmenn Rannís. 

Símanúmer og netföng starfsmanna Rannís

13.10.2015 : Tengslaráðstefna um svæðasamstarf í menntun

Erasmus + Landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Ericeira, Portúgal 18. – 21. nóvember 2015. Heiti ráðstefnunnar er FLIC – From Local to International Cooperation.

Lesa meira
Mynd af verkefnisstjórum

8.10.2015 : Skrifað undir samninga við 13 skóla upp á tæpar 50 milljónir króna

Það var kátt á hjalla í Borgartúninu þriðjudaginn 6. október þegar forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum mættu til að skrifa undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Styrkupphæðinni, rúmlega 300 þúsund evra var úthlutað til 13 skóla víðs vegar um land. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica