Fréttir: mars 2015

26.3.2015 : Fréttabréf eTwinning komið út

Nýtt fréttabréf eTwinning fyrir mars er komið út. Meðal efnis er samkeppni fyrir kennara og nemendur í tilefni 10 ára afmælis eTwinning. Smelltu hér til að skoða. 

Frekari upplýsingar um eTwinning

26.3.2015 : Vel sóttur kynningarfundur á Egilsstöðum

Kynningin komin á vefinn.

Lesa meira

20.3.2015 : Alþjóðleg ráðstefna um vendinám styrkt af Erasmus+

Keilir stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám þann 14. apríl nk. og vinnubúðum um vendinám þann 15. apríl, ásamt íslenskum og erlendum samstarfsaðilum. Þeir Jonathan Bergmann og Aaron Sams leiða vinnubúðirnar, en þeir eru í hópi helstu sérfræðinga heims í þessari kennsluaðferð.

Lesa meira

17.3.2015 : Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi - Kynningarfundur á Egilsstöðum 24. mars

Kynning á Erasmus+ menntaáætlun ESB og Creative Europe menningaráætlun ESB á Austurbrú Tjarnarbraut 39 e Egilsstöðum 24. mars 2015 kl. 09:00-12.00. Skráning

Lesa meira

9.3.2015 : Upptaka af vefstofu Erasmus + um samstarfsverkefni er nú komin á vefinn

Hægt er að finna slóðina hér. Við hvetjum þá sem misstu af vefnámskeiðinu á fimmtudaginn að fara á netið og hlusta á fyrirlesturinn. Hann tekur inn við klukkutíma og er mjög fræðandi fyrir þá sem hafa áhuga á því að sækja um eða taka þátt í samstarfsverkefni.

2.3.2015 : Vefnámskeið fyrir samstarfsverkefni

Fimmtudaginn 5. mars kl. 15:00 verður haldin vefstofa fyrir þá sem eru að undirbúa umsókn um fjölþjóðleg ,,Samstarfsverkefni“ (Strategic Partnerships) fyrir öll skólastig. Innskráning hér. Umsóknarfrestur um þau verkefni rennur út þriðjudaginn 31. mars klukkan 10:00 árdegis.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica