Fréttir: 2015

15.12.2015 : Starfsmenntastofnun ESB fagnar 40 ára afmæli

Cedefop heldur í ár upp á þau tímamót að 40 ár eru liðin síðan þáverandi Evrópusambandslönd ákváðu að koma á fót sérstakri stofnun fyrir starfsmenntamál. Cedefop er þannig elsta starfandi stofnun ESB og hefur frá upphafi verið helsta sérfræðisetur Evrópu í starfsmenntamálum. 

Lesa meira

10.12.2015 : Tíu verkefni hljóta gæðaviðurkenningar Erasmus+

Gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni þann 10. desember. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu. 

Lesa meira
Boðskort aðventuhátíð 10. desember 2015.

3.12.2015 : Aðventuhátíð í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass

Rannís býður þér til aðventuhátíðar fimmtudaginn 10. desember frá kl. 16:30 í Ásmundarsafni við Sigtún í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass, þar sem veittar verða gæðaviðurkenningar fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni.

Lesa meira
Skjámynd af Panorama vefsíðunni

3.12.2015 : Yfirsýn yfir hæfniþörf í nútíð og framtíð: Nýr gagnvirkur vefur Cedefop

Miðstöð ESB um þróun starfsmenntunnar, Cedefop, opnaði þann 1. desember nýjan vef um starfsmennamál sem hlotið hefur nafnið Skills Panorama. Þar er að finna geysilegt magn upplýsinga um hæfniþörf í Evrópu bæði í nútíð og framtíð studd hvers konar gögnum og skýringarmyndum.

Lesa meira

24.11.2015 : Nýtt fréttabréf Euroguidance samstarfs­netsins: Nám og starf í öðru landi

Nýtt fréttabréf Euroguidance samstarfsnetsins er komið á vefinn. Í þetta sinn eru allar greinar fréttabréfsins tengdar námi og starfi í öðru landi. 

Lesa meira

12.11.2015 : Ráðstefnan hefur verið felld niður: Tengslaráðstefna um brotthvarf úr námi

Landskrifstofa menntahluta Erasmus+ á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Malaga á Spáni 13.-16. desember 2015. Heiti ráðstefnunnar er Tackling early school leaving .

Lesa meira

10.11.2015 : Átak í starfsmenntun

Miðvikudaginn 25. nóvember 2015 munu Menntamálastofnun og Rannís standa að fundi undir yfirskriftinni: Átak í starfsmenntun  - starfsgreinaráðin, skólarnir og stoðkerfið. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand hótel, Reykjavík.

Lesa meira
Frá vinstri, Eiríkur Þorvarðarson, Ásthildur Snorradóttir, Guðný Reynisdóttir og Gyða Arnmundsdóttir.

5.11.2015 : Nýtt fréttabréf komið út

Nýtt fréttabréf menntahluta Erasmus+ er komið út. Meðal efnis: Umsóknarfrestir 2016, skrifað undir samninga, íslenskt læsisverkefni, fyrsti lögfræðingurinn í starfsnámi á vegum Erasmus+ og afhending Evrópumerkisins.

Lesa fréttabréfið

2.11.2015 : Vel sótt ráðstefna á árlegum degi náms- og starfsráðgjafar

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar, Félag náms- og starfsráðgjafa,  Norræna tengslanetið um menntun fullorðinna og  Fræðslumiðstöð atvinnulífsins  héldu ráðstefnu með yfirskriftinni Færni til framtíðar - mótun starfsferils föstudaginn 30. nóvember og var hún hluti af árlegum degi náms- og starfsráðgjafar.

Lesa meira
Glaðlegt ungt fólk

22.10.2015 : Umsóknarfrestir fyrir Erasmus+ 2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarhluta (K-1) Erasmus+ verði 2. febrúar 2016. Umsóknarfrestur fyrir fjölþjóðleg samstarfsverkefni Erasmus+ (K-2) verður hins vegar 31. mars 2016.

Lesa meira

20.10.2015 : Erasmus+ upplýsingadagur

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir Erasmus + upplýsingadegi (Info Day) í Brussel mánudaginn 23. nóvember næst komandi. Þema dagsins verður undirbúningur fyrir verkefni sem falla undir flokkinn ,,Miðstýrð samstarfsverkefni“  (,,Sector Skills Alliances“ og ,,Knowledge Alliances“ ) á árinu 2016. 

Lesa meira

15.10.2015 : Færni til framtíðar – mótun starfsferils

Föstudaginn 30. október 2015 verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:30 – 13:00 þar sem meginumfjöllunarefnið er færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills).

Lesa meira

15.10.2015 : Afgreiðsla Rannís lokuð!

Vegna allsherjaverkfalls SFR þá verður afgreiðsla Rannís lokuð frá og með fimmtudeginum 15. október til og  með þriðjudeginum 20. október. Viðskiptavinum stofnunarinnar er bent á að hægt er að hringja beint í starfsmenn Rannís. 

Símanúmer og netföng starfsmanna Rannís

13.10.2015 : Tengslaráðstefna um svæðasamstarf í menntun

Erasmus + Landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Ericeira, Portúgal 18. – 21. nóvember 2015. Heiti ráðstefnunnar er FLIC – From Local to International Cooperation.

Lesa meira
Mynd af verkefnisstjórum

8.10.2015 : Skrifað undir samninga við 13 skóla upp á tæpar 50 milljónir króna

Það var kátt á hjalla í Borgartúninu þriðjudaginn 6. október þegar forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum mættu til að skrifa undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Styrkupphæðinni, rúmlega 300 þúsund evra var úthlutað til 13 skóla víðs vegar um land. 

Lesa meira
Framhaldskólakennari í kennslustofu

24.9.2015 : Námsheimsókn til Finnlands fyrir stjórnendur á framhaldsskólastigi

Erasmus+ Landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum í námsheimsókn til Finnlands vikuna 7. – 11. desember 2015. Yfirskrift heimsóknarinnar er Management, leadership and cooperation in secondary education (general education and VET).

Lesa meira

15.9.2015 : Frásögn frá tengslaráðstefnu í Rúmeníu

Í lok júní sl. sóttu tveir Íslendingar tengslaráðstefnu um leiðir í óformlegu námi í Cluj Napoca í Rúmeníu ásamt 300 öðrum þátttakendum frá um 30 Evrópulöndum.

Lesa meira

11.9.2015 : Kynningarfundur og tengslaráðstefna um alþjóðavídd innan Erasmus+

Rannís, í samstarfi við Landskrifstofur Erasmus+ á Norðurlöndunum, stendur fyrir kynningarfundi og tengslaráðstefnu um samstarfsmöguleika innan alþjóðavíddar í Erasmus+ dagana 19.-20. nóvember 2015 á Hótel Crowne Plaza í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Verkefnisstjórar samstarfsverkefna ásamt starfsfólki Rannís

1.9.2015 : Erasmus+ styrkir fjölbreytt verkefni í menntamálum

Erasmus + menntaáætlun  Evrópusambandsins á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2015 til umsókna sem bárust í flokkinn Samstarfsverkefni. Styrkupphæðinni, tæplega 2,2 milljónum evra eða um 310 milljónir króna, var úthlutað til 14 skóla, fyrirtækja og stofnana.

Lesa meira

27.8.2015 : Tengslaráðstefna í fullorðinsfræðslu um þátttöku fullorðinna í samfélaginu og á vinnumarkaði

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Utrecht í Hollandi dagana 28., 29. og 30. október 2015.
Yfirskrift ráðstefnunnar er  Participation of adults in society and employment.

Lesa meira

27.8.2015 : Tengslaráðstefna um einstaklingsmiðað nám

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Schwering í Þýskalandi dagana 22.-27. október 2015. Heiti ráðstefnunnar er  Raising the Quality of Teaching in the European Classroom - targeting the improvement of basic skills and exploring innovative ways of individualized teaching and learning.

Lesa meira

26.8.2015 : Tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar í Króatíu

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Dubrovnik, Króatíu 13. – 15. október 2015. Heiti ráðstefnunnar er Networking vocational Education and Business. 

Lesa meira

6.8.2015 : Umsóknarfrestir fyrir Erasmus+ 2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarhluta (K-1) Erasmus+ verði 2. febrúar 2016. Umsóknarfrestur fyrir samstarfsverkefni verður hins vegar 31. mars 2016.

Lesa meira

18.7.2015 : Sumarlokun Rannís

Skrifstofa Rannís lokar vegna sumarleyfa frá 6. júlí til og með 3. ágúst. Við opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

Lesa meira
Mynd af hressu ungu fólki

29.6.2015 : Erasmus+ úthlutar 2,2 milljónum evra til samstarfsverkefna

Erasmus+ menntaáætlun ESB á Íslandi hefur nú úthlutað fjármagni ársins 2015 til umsókna sem bárust 31. mars síðastliðinn í flokki samstarfsverkefna. Styrkupphæðinni, tæplega 2,2 milljónum evra var úthlutað til 14 skóla og stofnana.

Lesa meira

11.6.2015 : Tengslaráðstefna um frumkvöðlafræðslu

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu í Kaupmannahöfn dagana 24-27. nóvember 2015. Heiti ráðstefnunnar er The challenge of teaching entrepreneurship in education and training .

Lesa meira

9.6.2015 : Öll starfsemi Rannís undir eitt þak!

Frá og með mánudeginum 15. júní verður öll starfsemi Rannís undir einu þaki að Borgartúni 30.

Lesa meira

29.5.2015 : Skrifað undir samninga upp á 400 milljónir

Þann 27. maí s.l. var skrifað undir samninga við verkefnisstjóra þeirra 39 verkefna sem fengu útlutun úr flokki náms- og þjálfunar­verkefna Erasmus+ fyrir árið 2015.

Lesa meira

26.5.2015 : Formleg opnun Epale vefsvæðisins á Íslandi 28. maí nk.

Epale vefgáttin er ætluð fagfólki er sinnir fullorðinsfræðslu og verður opnuð formlega á Íslandi á málþingi um fullorðins- og framhaldsfræðslu "Þurfa kennarar að vera tæknitröll?". Ráðstefnan verður haldin í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, Reykjanesbæ 28. maí nk.

Lesa meira

22.5.2015 : Auglýst eftir umsóknum um Evrópumerkið árið 2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og mennta- og menningarmálaráðuneytið veita Evrópumerkið sem viðurkenningu fyrir nýbreytni í tungumálanámi og tungumálakennslu. Evrópumerkið er veitt annað hvert ár og er ráðgert að viðurkenning verði veitt á Degi tungumála 26. september 2015. 

Lesa meira

20.5.2015 : Yfir eitt þúsund einstaklingar í nám og þjálfun erlendis með styrk frá Erasmus+

Rannís hefur úthlutað náms- og þjálfunarstyrkjum árið 2015 úr menntahluta Erasmus+ áætlunar ESB. Yfir eitt þúsund einstaklingar njóta góðs af styrkjunum að þessu sinni. Það er 30% aukning frá síðasta ári.

Lesa meira

12.5.2015 : Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur kosið besta eTwinning verkefnið 2015

Verkefni Grunnskóla Bolungarvíkur hlaut aukaverðlaun sem besta eTwinning verkefnið í Evrópu 2015.

Lesa meira

7.5.2015 : Grunnskóli Bolungarvíkur hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Art Connects Us hlýtur sérstök Evrópuverðlaun sem afhent eru í Brussel þann 7. maí, en verkefnið var unnið af Grunnskóla Bolungarvíkur.

Lesa meira

24.4.2015 : EPALE - vefgátt fullorðinsfræðslu

Rannís gegnir hlutverki landskrifstofu fyrir evrópska vefgátt fullorðinsfræðslu: EPALE (skammstöfun á Electronic Platform Adult Learning Europe)

Lesa meira

13.4.2015 : Opnunarhátíð EPALE verður haldin þann15. apríl kl. 8:00-14:00 að íslenskum tíma. Taktu þátt á netinu!

Þann 15. apríl, verður EPALE, ný vefgátt fagfólks í fullorðinsfræðslu, formlega opnuð með ráðstefnu í Brussel. Öllum er velkomið að vera virkir þátttakendur opnunarráðstefnunnar á netinu.

Lesa meira

10.4.2015 : Mikil ásókn í Erasmus+ styrki

Umsóknarfrestum fyrir menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar 2015 er lokið. Alls komu 72 gildar umsóknir í flokkinn Nám og þjálfun og 27 gildar umsóknir í flokkinn Samstarfsverkefni – samtals 99 umsóknir.

Lesa meira

26.3.2015 : Fréttabréf eTwinning komið út

Nýtt fréttabréf eTwinning fyrir mars er komið út. Meðal efnis er samkeppni fyrir kennara og nemendur í tilefni 10 ára afmælis eTwinning. Smelltu hér til að skoða. 

Frekari upplýsingar um eTwinning

26.3.2015 : Vel sóttur kynningarfundur á Egilsstöðum

Kynningin komin á vefinn.

Lesa meira

20.3.2015 : Alþjóðleg ráðstefna um vendinám styrkt af Erasmus+

Keilir stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám þann 14. apríl nk. og vinnubúðum um vendinám þann 15. apríl, ásamt íslenskum og erlendum samstarfsaðilum. Þeir Jonathan Bergmann og Aaron Sams leiða vinnubúðirnar, en þeir eru í hópi helstu sérfræðinga heims í þessari kennsluaðferð.

Lesa meira

17.3.2015 : Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi - Kynningarfundur á Egilsstöðum 24. mars

Kynning á Erasmus+ menntaáætlun ESB og Creative Europe menningaráætlun ESB á Austurbrú Tjarnarbraut 39 e Egilsstöðum 24. mars 2015 kl. 09:00-12.00. Skráning

Lesa meira

9.3.2015 : Upptaka af vefstofu Erasmus + um samstarfsverkefni er nú komin á vefinn

Hægt er að finna slóðina hér. Við hvetjum þá sem misstu af vefnámskeiðinu á fimmtudaginn að fara á netið og hlusta á fyrirlesturinn. Hann tekur inn við klukkutíma og er mjög fræðandi fyrir þá sem hafa áhuga á því að sækja um eða taka þátt í samstarfsverkefni.

2.3.2015 : Vefnámskeið fyrir samstarfsverkefni

Fimmtudaginn 5. mars kl. 15:00 verður haldin vefstofa fyrir þá sem eru að undirbúa umsókn um fjölþjóðleg ,,Samstarfsverkefni“ (Strategic Partnerships) fyrir öll skólastig. Innskráning hér. Umsóknarfrestur um þau verkefni rennur út þriðjudaginn 31. mars klukkan 10:00 árdegis.

Lesa meira

27.2.2015 : Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 4. mars kl. 11:00 í Nám og þjálfun!

Umsóknarfrestur í flokkinn Nám og þjálfun (Mobility) rennur út miðvikudaginn 4. mars nk. klukkan 11:00.

Lesa meira

26.2.2015 : Ný handbók um nám og vinnu erlendis

Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar gaf nýlega út nýja handbók um nám og vinnu erlendis, ætlaða náms og starfsráðgjöfum og öðrum þeim sem leiðbeina fólki sem hyggur á lengri eða skemmri dvöl erlendis. Í handbókinni eru margs konar hagnýtar upplýsingar um réttindi fólks á erlendri grund, möguleika á námsstyrkjum og hvernig hægt er að stíga fyrstu skrefin í atvinnuleit erlendis.

Lesa meira

19.2.2015 : Áríðandi tilkynning fyrir umsækjendur í flokknum Nám og þjálfun

Komið hefur í ljós villa í eyðublaði fyrir þá sem eru að sækja um ,,Special needs“ og ,,exceptional cost“ í flokknum ,,Nám og þjálfun“ fyrir umsóknarfrestinn 4. mars nk.

Lesa meira

16.2.2015 : Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa og aðra leiðbeinendur - glærur & myndir

Rannís (Europass og Euroguidance) hélt námskeið um möguleika á námi og starfi erlendis mánudaginn 16. febrúar sl.

Lesa meira

9.2.2015 : Fyrsti alþjóðadagur háskólanna og Erasmus+

Þann 24. nóvember sl., stóð Landskrifstofa Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB fyrir samtali um alþjóðavæðingu háskólastigsins, stefnu stjórnvalda og háskóla í alþjóðamálum og þau tækifæri sem Erasmus+ býður upp á til að styðja við og styrkja alþjóðleg tengsl íslenskra háskóla.

Lesa meira

5.2.2015 : Árangur og framtíð framhaldsfræðslu

Rannís og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins boðuðu til samtals um árangur og framtíð framhaldsfræðslu undir yfirskriftinni „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór“ fimmtudaginn 4. desember á Icelandair Reykjavik Hótel Natura.

Lesa meira

2.2.2015 : Tækifæri í Erasmus+ og Creative Europe: Kynningarfundur í Reykjavík

Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 5. febrúar í Borgartúni 30, 6. hæð kl. 12:00-13:30. Kynningin verður einnig send út á vefnum Skráning

Lesa meira

30.1.2015 : Tækifæri í Erasmus+ og Creative Europe: Kynningarfundur á Akureyri

Hótel Kea - Vaðlaberg, 3. febrúar kl. 12:00 - 14:30 Skrá þátttöku

Lesa meira

23.1.2015 : Tækifæri í Erasmus+ og Creative Europe: Kynningarfundur á Ísafirði

Kynningarfundur verður haldinn í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði, mánudaginn 26. janúar 2015, kl. 12:00-14:30. Kynnt verða tækifæri á sviði menntunar, æskulýðsstarfs og menningar.

Lesa meira

22.1.2015 : Vel sótt tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar um vinnustaðanám og þjálfun

Erasmus + landskrifstofa menntaáætlunar ESB á Íslandi stóð fyrir tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 14. – 16. janúar 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Workbased Learning in VET“  og þemað var vinnustaðanám og þjálfun í starfsmenntun.

Lesa meira

19.1.2015 : Upplýsingadagur um Íþróttaáætlun ESB

Miðvikudaginn 11. febrúar n.k. verður haldinn upplýsingadagur í Brussel um Íþróttaáætlun ESB. Þar verður hægt að fræðast um áætlunina, hitta hugsanlega samstarfsaðila og ræða við starfsmenn framkvæmdastjórnar ESB um þessa áætlun.

Lesa meira

16.1.2015 : Mikil aðsókn á námskeið um umsóknarskrif

Skoski ráðgjafinn Paul Guest hélt námskeið  á vegum Erasmus + og Rannís miðvikudaginn 14. febrúar um hvernig eigi að ná árangri í umsóknarskrifum í evrópska sjóði á Hótel Cabin í gær. 

Lesa meira

12.1.2015 : Hvernig á að skrifa árangursríka umsókn?-Ný staðsetning og þátttaka á netinu í boði!

Vegna mikillar aðsóknar á námskeið breska ráðgjafans Paul Guests í gerð styrkumsókna þann 14. janúar nk. hefur það verið flutt yfir á Hótel Cabin að Borgartúni 32 (fundarsalur efstu hæð). 

Lesa meira

8.1.2015 : Umsóknareyðublöð aðgengileg í flokknum nám og þjálfun fyrir umsóknarfrest 2015

Nú er hægt að nálgast umsóknareyðublöð fyrir verkefni í nám og þjálfun.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica