Tíu verkefni hljóta gæðaviðurkenningar Erasmus+

10.12.2015

  • Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra ásamt fjórum verðlaunahöfum frá árinu 2015.

Gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni þann 10. desember. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu. 

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar sem eru í formi myndverka sem hönnuð voru af 15 nemendum á öðru ári í teiknideild í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Myndlistarskólinn hefur á undanförnum árum eflst mjög og stækkað með stuðningi evrópska styrkjakerfisins.

Verkefnin sem hljóta gæðaviðurkenningarnar 2015 eru:

eTwinning

Erasmus+

Nánari upplýsingar um öll tilnefnd verkefni og ítarlegri upplýsingar um verðlaunaverkefnin.

Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni

Þetta vefsvæði byggir á Eplica