Fréttir

Opið hús fyrir umsækjendur um styrki fyrir æskulýðsstarf í Erasmus+

Allir umsækjendur sem ætla að sækja um styrki vegna æskulýðsstarfs 26. apríl nk. eru boðnir velkomnir á opið hús hjá æskulýðsteymi Erasmus+.

Lesa meira

Íslenskir háskólanemar eru önnum kafnir en kunna að meta skipulag, aðstöðu og gæði náms

Niðurstöður nýrrar EUROSTUDENT könnunar, sem Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í, sýnir skýrt að samsetning háskólanema á Íslandi er á margan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Hvergi annars staðar er hlutfall háskólanema sem komnir eru yfir þrítugt hærra en hér, sem og hlutfall þeirra sem eiga eitt barn eða fleiri.

Lesa meira

Erasmus+ starfsnám fyrir stafræna færni

40% atvinnurekanda í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna starfsfólk með færni sem þörf er á í stafrænum heimi. Nú ætla Evrópuáætlanirnar Erasmus+ og Horizon 2020 að leggja sitt af mörkum við að finna lausn á vandanum með því að bjóða 6.000 háskólanemum upp á tækifæri til að efla stafræna færni með starfsnámi erlendis í 2-12 mánuði.

Lesa meira
Dr. Norman Amundson og glæra um gildi vonarinnar.

Með vonina að leiðarljósi – námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa

„Það er nauðsynlegt fyrir náms- og starfsráðgjafa að fræða skjól­stæðinga sína um þá möguleika sem þeim standa til boða, en það er ekki nóg. Það er líka nauðsynlegt að kveikja eða efla vonina í brjósti þeirra því án vonar fer enginn langt“.

Lesa meira

Umsóknarfrestur í flokknum Samstarfsverkefni fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólastig hefur verið framlengdur

Vegna tæknilegra örðugleika við umsóknareyðublöðin hefur umsóknarfrestur fyrir svokölluð ,,School Exchange Partnership“ verkefni KA-229 verið framlengdur til föstudagsins 23. mars kl. 11:00.

Lesa meira

Fjórir skólar hljóta titilinn eTwinning skóli

Landskrifstofan óskar fyrstu skólunum sem hljóta titilinn eTwinning skóli til hamingju! Viðurkenningin byggist á öruggri netnotkun og breiðri þátttöku í eTwinning og alþjóðasamstarfi, þ.e. að þátttakan byggi ekki á framtaki einstakra kennara heldur sé markviss, njóti stuðnings skólastjórnenda og nái til fjölda nemenda.

Lesa meira

Þema EPALE í mars er jafnt aðgengi allra að fullorðinsfræðslu

Hlutfall þátttakenda í fullorðinsfræðslu í Evrópu er afar mismunandi milli landa. Öll Evrópulönd standa samt sem áður frammi fyrir sömu áskoruninni, sem er að gera fullorðinsfræðslu aðgengilegri fyrir þá sem standa höllum fæti og tilheyra hópi þeirra sem minna mega sínRannsóknir sýna  að fólk sem hefur fleiri tækifæri og betri menntun eru líklegra til að taka þátt í fullorðinsfræðslu. Það eykur enn ójafnvægið í geiranum.

Lesa meira

Aukin evrópsk samvinna um hagnýta starfsmenntun

Áhugaverð úttekt Cedefop á framtíðarhorfum starfsmenntunar til ársins 2030.

Lesa meira

Opið samráð um fjármálaáætlun ESB eftir 2020 – nám og þjálfun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs vegna nýrrar fjármálaáætlunar sambandsins sem tekur gildi árið 2020. Samráðið samanstendur af nokkrum efnisflokkum og nær einn þeirra yfir málefni sem snerta náms- og þjálfunarferðir.

Lesa meira

Erasmus+ áætlunin eitt það besta sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir

Nýverið var birt miðmat á Erasmus+ áætluninni og forverum hennar, en áætlunin varir frá 2014-2020. Matið var mjög umfangsmikið og byggir á skýrslum frá öllum þátttökuríkjunum, mati frá óháðu matsfyrirtæki sem tók mikinn fjölda viðtala og loks voru rýnd svör meira ein milljón þátttakenda Erasmus+.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica