Fréttir

20.11.2018 : Kynning á styrkjamöguleikum innan Erasmus+ árið 2019

Ertu að velta fyrir þér tækifærum til Evrópusamstarfs en veistu ekki hvar þú átt að byrja? Þá er Rannís rétti staðurinn fyrir þig, en þar verður haldin kynning miðvikudaginn 5. desember á möguleikum innan Erasmus+ fyrir þau sem ekki hafa áður sótt um.

Lesa meira
Photo-for-news-article-on-Call-2019_Nordplus

9.11.2018 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Nordplus áætluninni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Nordplus áætluninni. Áhersluatriði áætlunarinnar fyrir 2019 er stafræn hæfni og gervigreind.

Lesa meira

26.10.2018 : Erasmus+ umsóknarfrestir 2019

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2019.

Lesa meira

26.10.2018 : Nýtt EES/EFTA-álit á tillögu um Erasmus 2021-2027

Í vor lagði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögu um hvernig næstu styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál skuli háttað á tímabilinu 2021-2027. Nú hafa Ísland, Liechtenstein og Noregur sent inn sameiginlegt EES/EFTA- álit á tillögunni að þessari nýju áætlun, sem mun hljóta nafnið Erasmus verði tillagan samþykkt. Lesa meira

25.10.2018 : Raddir ungs fólks við Hringborð Arctic Circle

Dagana 19. - 21. október fór fram Alþjóðaþing Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) í Hörpu í Reykjavík.  Fulltrúar ungs fólks tóku þátt í ráðstefnunni auk þess að verkefnastýra Ungmennahússins á Akureyri skipulagði málstofuna: Raddir unga fólksins.

Lesa meira
Skillsweek-younglearner-2018-en

24.10.2018 : EVRÓPSKA STARFSMENNTAVIKAN dagana 5.– 9. NÓVEMBER 2018

Evrópska starfsmenntavikan miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun. Í Starfsmenntavikunni verður starfsmenntun kynnt í mörgum Evrópulöndum samtímis, svæðisbundið og á landsvísu. Það er kjörið tækifæri fyrir okkur hér á Íslandi að taka þátt í Starfsmenntavikunni og sameinast í kynningu á starfsmenntun hér á landi.

Lesa meira

19.10.2018 : Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafa funda í Reykjavík

Dagana 16. og 17. október hittust fulltrúar Evrópumiðstöðva náms- og starfsráðgjafa í Reykjavík og réðu ráðum sínum.

Lesa meira

18.10.2018 : Kynningarfundur ECVET sérfræðingteymis Erasmus+ í flokknum VET Mobility

Haldinn verður kynningarfundur fyrir alþjóðafulltrúa verknámsskóla mánudaginn 5. nóvember n.k. kl. 14.30-16.30 hjá Rannís Lesa meira

12.10.2018 : Erasmus dagar í Evrópu

Dagana 12. og 13. október eru ERASMUS DAGAR haldnir í Evrópu, þar sem kynnt eru ýmis Erasmus verkefni. Í tengslum við það settu löndin sem taka þátt í EPALE upp vefsýningu með ljósmyndum til að vekja athygli á áhugaverðum verkefnum í fullorðinsfræðslu. Tuttugu og tvö lönd taka þátt í sýningunni og er Ísland meðal þeirra.  


Lesa meira

28.9.2018 : Hágæði í háskólum og nærumhverfi stúdenta – eða hvað?

Hvaða mál brenna mest á stúdentum í dag? Hvers vegna skipta gæðamál háskólanna máli? Laugardaginn 13. október fer fram ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík þar sem stærstu hagsmunamál íslenskra stúdenta og gæðamál háskólanna verða undir smásjánni.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica