Erasmusinn 2017

  • Höfundar verðlaunagripsins eru þær Anna Gulla Eggertsdóttir og Salvör Káradóttir, nemendur við mótunardeild Myndlistarskólans í Reykjavík

Glæsilegur verðlaunagripur hannaður af nemendum Myndlistaskóla Reykjavíkur.

Þann 8. nóvember 2017 var afmælishátíð Erasmus+ haldin í fullum sal Silfurbergs í Hörpu. Gæðaviðurkenningar Erasmus+ voru veittar á hátíðinni í sex flokkum, fyrir verkefni á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, í æskulýðsstarfi, í starfsmenntun, á háskólastigi, í fullorðinsfræðslu og eTwinning - rafrænu skólasamstarfi og hlutu þau viðurkenninguna „Erasmusinn 2017“.

Höfundar verðlaunagrips gæðaviðurkenninganna eru þær Anna Gulla Eggertsdóttir og Salvör Káradóttir, nemendur við mótunardeild Myndlistarskólans í Reykjavík. Þær lýsa honum svona:

,,Þegar tveir einstaklingar með mismunandi bakgrunn hittast og upplifa eitthvað saman skapast ný þekking. Erasmus+ er ákveðið verkfæri sem hvetur einstaklinginn til að auka víðsýni sína og þroska með því að afla sér nýrrar þekkingar ... [hann er] verkfæri, hann er gipsmót. Með því að hella saman ólíkum menningarheimum inn um skráargatið skapast tvær hálfkúlur sem tengjast órjúfanlegum böndum. Þekking á heiminum eykst.“
Þetta vefsvæði byggir á Eplica